Íslandsmeistarinn í holukeppni drengja Kristján Benedikt Sveinsson, GA (f.m.); T.v.: Ragnar Már Ríkharðsson, GM 3. sæti og Arnór Snær Guðmundsson, GHD, 2. sætið. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 16:30

Íslandsbankamótaröðin (2): Kristján Benedikt Íslandsmeistari drengja í holukeppni 2015!

Það var Kristján Benedikt Sveinsson, GA, sem tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn í holukeppni drengja 2015!

Kristján Benedikt Sveinsson, GA, Íslandsmeistari holukeppni drengja. Mynd: Golf 1

Kristján Benedikt Sveinsson, GA, Íslandsmeistari í holukeppni drengja. Mynd: Golf 1

Kristján Benedikt vann Ragnar Má Ríkharðsson, GM,  í 4 manna undanúrslitum 4&3.

Arnór Snær Guðmundsson, GHD vann Magnús F. Helgason, GR, 5&4.

Arnór Snær Guðmundsson, GHD. Mynd: Golf 1

Arnór Snær Guðmundsson, GHD. Mynd: Golf 1

Það voru því Kristján Benedikt og Arnór Snær sem mættust í úrslitaleiknum, sem Kristján Benedikt vann 2&1.

Keppnin um 3. sætið var æsispennandi milli þeirra Ragnars Más Ríkharðssonar og Magnúsar F. Helgasonar.

Hún fór á 20. holu (sem var par-3 11. holan á Strandarvelli þar sem Ragnar Már setti boltann alveg upp við stöng og vann bronsið með glæsifugli!

Ragnar Már Ríkharðsson, GM. Golf 1

Ragnar Már Ríkharðsson, GM. Golf 1

Magnús F. Helgason, GR. Mynd: Golf 1

Magnús F. Helgason, GR. Mynd: Golf 1

*******************************************************

Kristján Benedikt er fæddur 4. maí 1999 og varð því 16 ára fyrir rúmum mánuði síðan.  Hann á sama afmælisdag og Rory McIlory og því augljóst að menn fæddir þennan dag búa yfir miklum golfhæfileikum; sérstaklega í holukeppni, því Rory er fyrir utan að vera nr. 1 á heimslistanum, núverandi heimsmeistari í holukeppni.

Kristján Benedikt hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar, sem og opnum mótum og stendur sig alltaf vel.  T.a.m. sigraði hann á BYKO Open að Jaðri s.l. haust (14. september 2014) og eins lék hann best allra á Verslunarmannahelgarbombunni og Landsmóti UMFÍ s.l. sumar 2014.

Síðan sigraði á Opnunarmóti Jaðars í maí á s.l. ári og þá er aðeins fátt nefnt.

Árið 2013 sigraði Kristján Benedikt í strákaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór í Þorlákshöfn.

Frábær kylfingur á ferð þar sem Kristján Benedikt er og er hann vel að Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni kominn!