Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 22:15

Íslandsbankamótaröðin (2): Sigurður Arnar Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki 2015!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki.

Íslandsmeistarinn í holukeppni í strákaflokki 2015, Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, ásamt móður sinni Ragnheiði Sigurðardóttur. Mynd: Golf 1

Íslandsmeistarinn í holukeppni í strákaflokki 2015, Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, ásamt móður sinni Ragnheiði Sigurðardóttur. Mynd: Golf 1

Sigurður Arnar sigraði Jón Gunnarsson, klúbbfélaga sinn á 21. holu í 4 manna undanúrslitunum en þetta var hörkuviðureign hjá þeim strákum.

Jón Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1

Jón Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1

Viðureign Andra Más Guðmundssonar, GM og  Kristófer Karls Karlssonar klúbbfélaga hans lauk líka á 21. holu með því að Andri Már hafði betur.

Andri Már Guðmundsson, GM. Mynd: Golf 1

Andri Már Guðmundsson, GM. Mynd: Golf 1

Það voru því Sigurður Arnar og Andri Már sem börðust til úrslita og þar sigraði Sigurður Arnar 3&1.

Í keppninni um 3. sætið vann Kristófer Karl, Jón Gunnarsson 5&3.

Kristófer Karl Karlsson, GM. Mynd: Golf 1

Kristófer Karl Karlsson, GM. Mynd: Golf 1

**************************************

Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og varð því 13 ára í febrúar.

Sigurður Arnar er þrátt fyrir ungan aldur með mikla keppnisreynslu bæði hér innanlands og erlendis og er því vel að Íslandsmeistaratitlinum kominn!!!