GR: Systkini klúbbmeistarar GR 2022 Böðvar Bragi og Helga Signý Pálsbörn
Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta og elsta golfklúbbs Íslands, fór fram dagana 3.-9. júlí 2022. Þátttakendur, sem luku keppni í ár, voru 519 og kepptu í 27 flokkum. Þátttakendum fækkar aðeins milli ára en árið 2021 voru þátttakendur 541 og kepptu í 29 flokkum og árið 2020 voru þeir 575 og kepptu í 26 flokkum. Klúbbmeistarar GR 2022 eru systkinin Böðvar Bragi og Helga Signý Pálsbörn. Böðvar Bragi hefir áður orðið klúbbmeistari GR, en það varð hann fyrst 2020. Þess mætti geta að móðir þeirra Böðvars Braga og Helgu Signýjar, Signý Marta Böðvarsdóttir varð í 3. sæti í flokki kvenna 50+ í forgjafarflokki 0-10,4, á þessu sama meistaramóti, þannig að fjölskyldan Lesa meira
GV: Örlygur Helgi klúbbmeistari í 15. sinn!!!
Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja, 3. elsta golfklúbbs landsins, fór fram dagana 6.-9. júlí 2022. Þátttakendur, sem luku keppni, í ár voru 49 og kepptu þeir í 9 flokkum. Örlygur Helgi Grímsson hampaði klúbbmeistaratitli í 15. sinn og á nú fleiri klúbbmeistaratitla en nokkur annar í Vestmannaeyjum. Klúbbmeistari kvenna í GV er Katrín Harðardóttir. Sjá má helstu úrslit úr meistaramóti GV hér að neðan en öll með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla 1 Örlygur Helgi Grímsson +11 291 (73 72 72 74) 2 Lárus Garðar Long +22 302 (71 81 71 79) 3 Daníel Ingi Sigurjónsson +24 304 (77 75 74 78) Meistaraflokkur kvenna 1 Katrín Harðardóttir +76 356 (88 86 Lesa meira
GK: Anna Sólveig og Rúnar klúbbmeistarar 2022
Meistaramót Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði var haldið dagana 3.-9. júlí 2022. Þátttakendur í ár voru 336 og kepptu þeir í 20 flokkum. Klúbbmeistarar GK 2022 eru Anna Sólveig Snorradóttir og Rúnar Arnórsson. Sjá má helstu úrslit hér að neðan en öll með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla: 1 Rúnar Arnórsson -3 210 (73 67 70) 2 Birgir Björn Magnússon -1 212 (69 70 73) 3 Bjarki Snær Halldórsson +3 216 (73 68 75) Meistaraflokkur kvenna: 1 Anna Sólveig Snorradóttir +9 222 (72 74 76) 2 Þórdís Geirsdóttir +26 239 (74 79 86) 3 Marianna Ulriksen +44 257 (84 85 88) 4 Bryndís María Ragnarsdóttir +56 269 (103 83 83) Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (28/2022)
Hér kemur einn Pútín djók á ensku, sem er svona „eiginlega ekki golfdjók“: Putin dies and goes to hell, but after a while, he is given a day off for good behavior. So he goes to Moscow, plays a round of golf and afterwards enters a bar, orders a drink, and asks the bartender: -Is Crimea ours? -Yes, it is. -And the Donbas? -Also ours. -And Kyiv? -We got that too. Satisfied, Putin drinks, and asks: -Thanks, how much do I owe you? -5 euros.
Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Þór Guðmundsson – 9. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Kristinn Þór Guðmundsson. Kristinn Þór er fæddur 9. júlí 2072 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Kristins Þórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristinn Þór Guðmundsson 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Scott Verplank, 9. júlí 1964 (58 ára); Heiðrún Jónsdóttir, 9. júlí 1969 (53 ára); Hafliði Kristjánsson, 9. júlí 1970 (52 ára); Kristinn Þór Guðmundsson, 9. júlí 1972 (50 ára); Richard Finch, 9. júlí 1977 (45 ára); Asinn Sportbar (45 ára); Dagbjört Rós Hermundsdóttir, 9. júlí 1979 (43 ára); Aðalsteinn Leifsson, Lesa meira
LIV: Paul Casey genginn til liðs við sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina
Enski kylfingurinn Paul Casey er sá nýjasti sem gengið hefir til liðs við LIV Golf Series, sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina. Casey er sem stendur nr. 27 á heimslistanum. Casey hefir verið að ná sér eftir bakmeiðsli og er WGC-Dell Technologies Match Play Championship í mars sl. síðasta mótið á PGA Tour, sem hann spilar í. Hann hafði áður látið hafa eftir sér að ef hann tæki við sádí-arabísku fé myndi hann vera hræsnari. Nú hefir hinn 44 ára Casey svo sannarlega snúið við blaðinu og mun keppa á 3. móti LIV á Trump National í Bedminster, New Jersey í mánaðarlok.
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson – 8. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson. Einar Ásgeir er fæddur 8. júlí 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson (25 ára– Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:; Svava Grímsdóttir, 8. júlí 1966 (56 ára); Mimmo Lobello, 8. júlí 1970 (52 ára); Juan Carlos Rodriguez, 8. júlí 1975 (47 ára); Julie Yang (spilar á LPGA), 8. júlí 1995 (27 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
LET: Guðrún Brá úr leik á Estrella Damm mótinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt á Estrella Damm Ladies Open mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Mótið fer fram á Club de Golf Terramar, í Sitges á Spáni, dagana 6.-10. júlí 2022. Niðurskurður miðaðist við samtals 2 yfir pari eða betra. Guðrún Brá lék fyrstu tvo hringina á samtals 11 yfir pari (78 77) og því ljóst að hún nær ekki niðurskurði í þetta sinn. Sjá á stöðuna á Estrella Damm með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Auður Dúadóttir —– 7. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Auður er fædd 7. júlí 1952 og fagnar því 70 ára afmæli í dag! Hún er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Auður Dúadóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sandy Tatum, f. 7. júlí 1920 – 22. júní 2017 (hefði orðið 102 ára); Tony Jacklin, 7. júlí 1944 (78 ára): Auður Dúadóttir, 7. júlí 1952 (70 ára MERKISAFMÆLI); Sigurborg Eyjólfsdóttir, GK; 7. júlí 1963 (59 ára); Agnes Charlotte Krüger, 7. júlí 1964 (58 ára) Guðmundur Bjarni Harðarson, 7. júlí 1965 (57 ára); Lesa meira
Jon Rahm: Að sigra á Opna breska á St. Andrews er eins stórt og það getur orðið
Jon Rahm var á blaðamannafundi í aðdraganda Genesis Scottish Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Þar var hann m.a. spurður út í síðasta risamót ársins í karlagolfinu: Opna breska, sem fram fer í næstu viku í 150. sinn, nú á St. Andrews. Hann sagði ma. það krefðist aðlögunar að spila á linksara, þar sem þyrfti m.a. að stjórna spinninu, brautar- og boltafluginu. Honum sýndist að í mótinu væru sterkir keppendur. Rahm sagðist ekki hafa tölu á hversu oft hann hefði séð Seve fagna sigurpútti á Opna breska og sagðist vona að geta bætt nafni sínu við sigurvegarlistann á risamótinu. Hann lauk viðtalinu með því að segja að sér finndist Lesa meira










