Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2022 | 14:00

LET: Guðrún Brá úr leik á Estrella Damm mótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt á Estrella Damm Ladies Open mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna.

Mótið fer fram á Club de Golf Terramar, í Sitges á Spáni, dagana 6.-10. júlí 2022.

Niðurskurður miðaðist við samtals 2 yfir pari eða betra.

Guðrún Brá lék fyrstu tvo hringina á samtals 11 yfir pari (78 77) og því ljóst að hún nær ekki niðurskurði í þetta sinn.

Sjá á stöðuna á Estrella Damm með því að SMELLA HÉR: