Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2022 | 10:00

Jon Rahm: Að sigra á Opna breska á St. Andrews er eins stórt og það getur orðið

Jon Rahm var á blaðamannafundi í aðdraganda Genesis Scottish Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Þar var hann m.a. spurður út í síðasta risamót ársins í karlagolfinu: Opna breska, sem fram fer í næstu viku í 150. sinn, nú á St. Andrews.

Hann sagði ma. það krefðist aðlögunar að spila á linksara, þar sem þyrfti m.a. að stjórna spinninu, brautar- og boltafluginu.

Honum sýndist að í mótinu væru sterkir keppendur.

Rahm sagðist ekki hafa tölu á hversu oft hann hefði séð Seve fagna sigurpútti á Opna breska og sagðist vona að geta bætt nafni sínu við sigurvegarlistann á risamótinu.

Hann lauk viðtalinu með því að segja að sér finndist það eitt mesta afrekið í golfi að sigra á Opna breska á St. Andrews og sig hefði alltaf dreymt um að spila á Old Course.

Sjá má viðtalið við Jon Rahm fyrir Opna skoska með því að SMELLA HÉR: