Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2022 | 17:00

LIV: Paul Casey genginn til liðs við sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina

Enski kylfingurinn Paul Casey er sá nýjasti sem gengið hefir til liðs við LIV Golf Series, sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina.

Casey er sem stendur nr. 27 á heimslistanum.

Casey hefir verið að ná sér eftir bakmeiðsli og er WGC-Dell Technologies Match Play Championship í mars sl. síðasta mótið á PGA Tour, sem hann spilar í.

Hann hafði áður látið hafa eftir sér að ef hann tæki við sádí-arabísku fé myndi hann vera hræsnari.

Nú hefir hinn 44 ára Casey svo sannarlega snúið við blaðinu og mun keppa á 3. móti LIV á Trump National í Bedminster, New Jersey í mánaðarlok.