Fjölskyldan samgleðst Danny Willett
Danny Willett varð vinsæll á einni nóttu og Englendingar halda vart vatni af gleði yfir að 20 ára sigri Nick Faldo skyldi hafa verið sýndur tilskilinn heiður …. með því að Willett vann að nýju. Tekin hafa verið viðtöl við bróður Danny, Paul og foreldra Danny þau Elisabet og Steve. Aðspurð um tilfinningar sínar svörðuðu þau á eftirfarandi hátt: „Þetta er allt fremur súrrealískt. Ég glotti eins og Cheshire köttur allan tímann,“ sagði Elísabet, móðir Danny Willett. „Hann hringdi í okkur klukkan hálf þrjú. Við héldum að hann væri drukkinn, en hann var bara frá sér af gleði.“ „Hann kemur heim núna og hann ætlar að taka sér frí í heilan mánuð. Hann Lesa meira
The Masters 2016: Sigurpoki Willett
Enski kylfingurinn Danny Willett sigraði fremur óvænt á The Masters risamótinu í gær. Eftirfarandi verkfæri voru í pokanum hjá honum þegar hann galdraði fram 67 högga lokahring sinn, sem færði honum sigurinn í mótinu: Danny Willett – The Masters Dræver: Callaway XR 16 (9°, Mitsubishi Rayon Diamana W-Series 60X skaft) 3-tré: Callaway XR 16 (15 °, Mitsubishi Rayon Diamana W-Series 70X skaft) 5-tré: Callaway XR 16 (19 °, Mitsubishi Rayon Diamana W-Series 80X skaft) 2-járn: Callaway Apex UT (True Temper Dynamic Gold X100 Superlite skaft) 4-járn: Callaway Apex UT (True Temper Dynamic Gold X100 Superlite skaft) 5-9 járn: Callaway Apex Pro (True Temper Dynamic Gold X100 Superlite sköft) 47°Wedge: Callaway Mack Lesa meira
Bróðir Danny Willett vann 2122,5 pund!
Bróðir Danny Willett, Paul, skemmti sér vel heima í Englandi og fylgdist með bróður sínum á The Masters. Hann setti inn tvít, sem eru ansi hreint skemmtileg: Svo hélt Paul auðvitað með bróður sínum og er eflaust einn af fáum sem setti pening á hann þ.e. lagði undir 60 pund (10.560 íslenskar krónur) í veðmáli í veðbanka. Stuðullinn sem veðbankinn gaf var 55/1 að Danny myndi sigra. En líkt og Paul „vissi“ sigraði bróðir hans og hann græddi líka pínulítið – vann sér inn 2155,5 pund sem gera 379.368 íslenskar krónur! Verðlaunafé Danny bróður Paul var þó örlítið meira en Danny Willett vann sér inn 1,8 milljónir dollara eða Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Danny Willett?
Það urðu „óvænt endalok“ á 80. Masters risamótinu, í gær 10. apríl 2016 þegar enski kylfingurinn Danny Willett sigraði. En hver er kylfingurinn? Daniel John „Danny“ Willett er fæddur 3. október 1987 í Sheffield, South Yorkshire á Englandi og því 28 ára. Áhugamannsferill Sem áhugamaður sigraði Willett á English Amateur Championship árið 2007 aðeins 18 ára og keppti sama ár í Walker Cup í Royal County Down. Í mars 2008 varð Willett nr. 1 á heimslista áhugamanna. Willett spilaði líka í 2 keppnistímabil fyrir Jacksonville State University í bandaríska háskólagolfinu. Þegar Willett var í JSU, var hann nýliði ársins 2006 (á ensku: Ohio Valley Conference Freshman of the Year) og hann vann einstaklingskeppnina Lesa meira
The Masters 2016: Hræðilegur lokahringur Spieth
Enginn myndi hafa giskað á að Englendingurinn Danny Willett, 28 ára, myndi klæðast Græna jakkanum í upphafi 4. hrings á The Masters risamótinu í gær. Jordan Spieth klúðraði sögulegum sigri svo sögulega að það er saga í sjálfu sér. Hann sem var að verja risatitilinn sinn, hann sem búinn var að vera í forystu ALLA 3 daga The Masters. Spieth var einungis 9 holum frá sigrinum sögulega, þar sem honum myndi hafa tekist að verja titil sinn, en hann kastaði því öllu frá sér í einhverju sögulegasta hruni einstaks kylfings í allri Masters sögunni. Fall Spieth átti sér stað í Amen Corner einhverjum frægustu 3 holum í golfinu og það Lesa meira
The Masters 2016: Danny Willett sigraði
Það voru heldur betur óvænt úrslit á 80. Masters mótinu í gær. Enginn þeirra, sem búist var við að myndi hafa sigur á Masters risamótinu, sigraði. Nýliðinn Smylie Kaufman hélt ekki haus, en hann var í 2. sæti fyrir lokahringinn og lauk keppni (73 72 69 81) T-29 eftir arfaslakan lokahring. Heil 12 högga sveifla milli 3. og 4. hrings hjá Smylie. Bernhard Langer (72 73 70 79) varð ekki sá elsti til að sigra í risamóti; hann hélt ekki út lokahringinn, sem hann spilaði á 79 höggum og endaði T-24. 9 högga sveifla hjá honum milli 3. og 4. hrings. Grand Slam draumar Rory McIlroy verða sömuleiðis að bíða en Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-24 e. 1. dag
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR tekur nú þátt í Open Madaef mótinu í El Jadida í Marokkó, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf Tour mótaröðinni. Mótið fer fram 10.-12. apríl og hófst því í gær. Þórður Rafn lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-24 e. 1. dag. Efstur e. 1. dag er Tékkinn Filip Mruzek á 4 undir pari, 68 höggum, en hann er nr. 1272 á heimslistanum. Til þess að sjá stöðuna á El Jadida SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Þórðarson – 10. apríl 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Þórður Þórðarson. Hann er fæddur 10. apríl 1972 og á 44 ára afmæli í dag! Þórður er knattspyrnuþjálfari ÍA á Akranesi og í Golfklúbbnum Leyni (GL). Hann spilar af og til golf milli þess sem hann þjálfar hjá ÍA. Þórður er kvæntur Írisi Björgu Þorvarðardóttur og á 3 börn: Þórð, Stefán Teit og Katrínu. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið Þórður Þórðarson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hafliði Þórsson, GO, 10. apríl 1949 (67 ára); Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl 1962 (54 ára); Patrice Mourier, franskur 10. apríl Lesa meira
The Masters 2016: Uppskrift að ekta Pimento ostasamloku á la Masters
Deb Lander, fréttamaður Real Food Traveler í Flórída, gerði sér ferð í Augusta National Golf Club í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum, á árinu 2013 til þess að fylgjast með Masters mótinu (þið vitið þessu golfmóti þar sem sigurvegarinn fær að klæðast grænum jakka 🙂 ) Henni fannst maturinn þar fremur „retro“ þ.e. eins og farið væri aftur í tímann til 1950 og 1960 en eitt vinsælasta snakkið, sem áhorfendur virtust háma í sig út um allan völl voru hinar frægu ,hefðbundnu Masters pimento osta samlokur. Ef þið fáið tækifæri til þess að fylgjast með Masters mótinu í návígi einhvern tímann, smakkið endilega aðalsnakkið á vellinum: pimento osta samlokuna (sem er sérlega Lesa meira
GS: Hermann Geir og Guðmundur S sigruðu á Opna Golfbúðarmótinu
Það voru um 150 kylfingar sem tóku þátt í Opna Golfbúðarmótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í gær, 9. apríl 2016. Þar af voru 6 kvenkylfingar sem luku keppni og þar af stóð Elísabet Böðvarsdóttir, GKG sig best í höggleik, lék Leiruna á 88 höggum, sem og í punktakeppninni fékk 36 punkta. Blíðskaparveður var og voru kylfingar ánægðir með veður og völl. Úrslit urðu sem hér segir: 1.sæti án forgj. Hermann Geir Þórisson, GJÓ lék Leiruna á 1.sæti punktar Guðmundur S Guðmundsson, GSE, fékk 41 punkt 2.sæti punktar Hermann Geir Þórisson, GJÓ, fékk 38 punkta 3.sæti punktar Ingvar Haraldur Ágústsson, GM, fékk 37 punkta (með 20 á seinni Lesa meira










