Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 04:00

The Masters 2016: Hræðilegur lokahringur Spieth

Enginn myndi hafa giskað á að Englendingurinn Danny Willett, 28 ára,  myndi klæðast Græna jakkanum í upphafi 4. hrings á The Masters risamótinu í gær.

Jordan Spieth klúðraði sögulegum sigri svo sögulega að það er saga í sjálfu sér. Hann sem var að verja risatitilinn sinn, hann sem búinn var að vera í forystu ALLA 3 daga The Masters.

Spieth var einungis 9 holum frá sigrinum sögulega, þar sem honum myndi hafa tekist að verja titil sinn, en hann kastaði því  öllu frá sér í einhverju sögulegasta hruni einstaks kylfings í allri Masters sögunni.

Það var skelfilegt að horfa á Spieth

Fall Spieth átti sér stað í Amen Corner einhverjum frægustu 3 holum í golfinu og það var jafnvel sjokkerandi  á mælikvarða Masters, þar sem ýmislegt sjokkerandi hefir sést í gegnum tíðina.

Spieth lék þessar frægu 3 holur á seinni 9 á 6 yfir pari, þ.á.m. var Spieth með 4-faldan skolla á „Golden Bell“ þ.e. par-3 12. holunni, sem hringdi inn dauðadóm Spieth, ef svo mætti að orði komast.

Willet var 5 höggum á eftir Spieth, þegar eftir var að spila 6 holur, en honum tókst að fá 3 flotta fugla á síðustu 6 holurnar, sem einhvern veginn féllu þó í skugga vegna þess hversu hrikalegt fall Spieth var. Það var ekki annað en hægt að finna til með honum!

Willett lauk við lokahring sinn á 5 undir pari, 67 höggum og jafnaði besta skor helgarinnar.

Óvíst var á tímabili hvort hinn 28 ára Willett myndi yfirleitt spila í Masters en kona hans var sett á þennan dag og átti að fæða fyrsta barn þeirra einmitt þennan dag, en átti síðan fyrsta barn þeirra hjóna Zachariah James, þ. 30. mars og Willett spilaði því í mótnu.

Og eins og nýbakaðra feðra er von, spilaði Willett eins og engill fyrir son sinn og konu!!! Ekkert nema hamingja þar!!!

Danny Willett

Danny Willett

Willett vann 1. Masters-titil sinn og lauk þar með 17 ára eyðimerkurgöngu Evrópu á Augusta National.

Hann varð jafnframt fyrsti kylfingurinn frá Englandi til að klæðast Græna jakkanum frá því að Nick Faldo klæddist honum síðast fyrir 20 árum, þ.e. 1996

Faldo lék einmitt líka lokahringinn á 1996 Masters á 67 höggum eins og Willett, en sá lokahringur er eflaust enn meira hafður í minnum vegna þess að Greg Norman kastaði frá sér 6 högga forystu.  Drama á Augusta hafa s.s. átt sér stað áður.

Spieth sem var svo sárlega stutt frá því að vinna Masters sögulega tvö ár í röð, virtist bara allt í einu eins og byrjandi eftir að hafa fengið 4 fugla á fyrri 9 – allur leikur hans liðaðist í sundur á seinni 9.

Hann fékk skolla úr bönker á 10. holu (par-4 Camelia brautinni). Síðan átti hann teighögg inn í trén á nr. 11 þ.e par-4 White Dogwood-brautinni, sem er sú fyrsta af Amen Corner holunum frægu. Þetta varð til þess að hann fékk annan skolla.

Willett náði fugli á 14. braut (par-4 Chinese Fir) og þá átti Spieth allt í einu bara 1 högg á hann. Spieth þurfti á þessu stigi bara að halda haus á hinni hættulegu Golden Bell, einni frægustu par-3 í heimi, sérstaklega þar sem hann átti enn eftir tvær par-5ur.

Í stað þess fór teighögg hans í vatnið. Af drop-svæðinu sló hann feitt wedge-högg og Spieth gat ekki einu sinni horft á þegar bolti hans fór í vatnið aftur.  Skorið á Golden Bell fjórfaldur skolli, 7-a.  Holan sem Spieth tapaði öllu á. Skor hans er ekki einu sinni það versta á brautinni. Árið 1980 var Tom Weiskopf á 13 höggum.  Já þessi árans par-3 hefir leikið ýmsan góðan drenginn grátt.

Á 10. teig var Spieth með 5 högga forystu á Willett á 13. teig 3. högga. Hann átti enn tækifæri þegar hann fékk fugla á báðar par-5 urnar en hann gat síðan ekki sett niður 8-feta (2 1/2 metra pútt á 16. braut (Redbud, enn annar par þristurinn sem leikið hefir kylfinga grátt á Augusta)) og skolli á 16. batt endi á vonir hans um sigur 2 ár í röð.  Hann lauk leik á 73 höggum og deildi 2. sætinu með Lee Westwood (sem átti glæsilokahring upp á 69 högg!!!).

Spieth virkaði síðan steinrunninn þegar hann klæddi Willett í Græna jakkann!!!