Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 10:15

Bróðir Danny Willett vann 2122,5 pund!

Bróðir Danny Willett, Paul, skemmti sér vel heima í Englandi og fylgdist með bróður sínum á The Masters.

Hann setti inn tvít, sem eru ansi hreint skemmtileg:

1-a-dw1

 

1-a-dw2

 

Svo hélt Paul auðvitað með bróður sínum og er eflaust einn af fáum sem setti pening á hann þ.e. lagði undir 60 pund (10.560 íslenskar krónur) í veðmáli í veðbanka.  Stuðullinn sem veðbankinn gaf var 55/1 að Danny myndi sigra.  En líkt og Paul „vissi“ sigraði bróðir hans og hann græddi líka pínulítið – vann sér inn 2155,5 pund sem gera 379.368 íslenskar krónur!

1-a-dw-3

Verðlaunafé Danny bróður Paul var þó örlítið meira en Danny Willett vann sér inn 1,8 milljónir dollara eða 223,2 milljónir íslenskra króna!!!