Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 03:00

The Masters 2016: Danny Willett sigraði

Það voru heldur betur óvænt úrslit á 80. Masters mótinu í gær.

Enginn þeirra, sem búist var við að myndi hafa sigur á Masters risamótinu, sigraði.

Nýliðinn Smylie Kaufman hélt ekki haus, en hann var í 2. sæti fyrir lokahringinn og lauk keppni (73 72 69 81) T-29 eftir arfaslakan lokahring. Heil 12 högga sveifla milli 3. og 4. hrings hjá Smylie.

Bernhard Langer (72 73 70 79)  varð ekki sá elsti til að sigra í risamóti; hann hélt ekki út lokahringinn, sem hann spilaði á 79 höggum og endaði T-24. 9 högga sveifla hjá honum milli 3. og 4. hrings.

Grand Slam draumar Rory McIlroy verða sömuleiðis að bíða en hann lauk keppni T-10 á samtals 1 yfir pari, ( 71 71 77 70) og má segja að arfaslakur 3. hringur hans hafi gert út um mótið fyrir hann.

Svo að því sem var sárast fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jordan Spieth, varð bara nr. 2 í mótinu…. og því sæti deildi hann m.a.s. með gamla brýninu Lee Westwood, sem hefði svo sannarlega átt skilið að sigra á 1. risamótinu sínu.

Spieth og Westwood voru á 2 undir pari, hvor, 286 höggum; Spieth (66 74 73 73) og Westwood (71 75 71 69).

Sigurskor Englendingsins Danny Willett var 5 undir pari, 283 högg (70 74 72 67) og stal hann sigrinum á lokahringnum.

Willett bara stakk af, átti 3 högg á næstu menn!!! Segja má að Masters risamótið í ár hafi unnist á lokahringnum!!!

Sjá má lokastöðuna á The Masters 2016 með því að SMELLA HÉR: