Danny Willett
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 09:30

Hver er kylfingurinn: Danny Willett?

Það urðu „óvænt endalok“ á 80. Masters risamótinu, í gær 10. apríl 2016 þegar enski kylfingurinn Danny Willett sigraði.  En hver er kylfingurinn?

Danny Willett eftir að hafa verið klæddur í Græna jakkann - sigurreifur

Danny Willett eftir að hafa verið klæddur í Græna jakkann – sigurreifur

Daniel John „Danny“ Willett er fæddur 3. október 1987 í Sheffield, South Yorkshire á Englandi og því 28 ára.

Áhugamannsferill
Sem áhugamaður sigraði Willett á English Amateur Championship árið 2007 aðeins 18 ára og keppti sama ár í Walker Cup í Royal County Down. Í mars 2008 varð Willett nr. 1 á heimslista áhugamanna.

Willett spilaði líka í 2 keppnistímabil fyrir Jacksonville State University í bandaríska háskólagolfinu. Þegar Willett var í  JSU, var hann nýliði ársins 2006 (á ensku: Ohio Valley Conference Freshman of the Year) og hann vann einstaklingskeppnina á  OVC Championship, árið 2007. Hann hlaut ýmsar viðurkenningar á háskólaárum sínum var t.a.m.  first-team All-OVC performer og valinn í lið OVC’s All-Tournament Team bæði keppnistímabilin.

Atvinnumannsferill
Willett gerðist atvinnumaður í golfi í maí 2008 og ávann sér kortið sitt fyrir Evrópumótaröðina gegnum úrtökumót fyrir 2009 keppnistímabilið. Hann varð í 58. sæti fyrsta árið sitt, sem jafnframt var fyrsta Race to Dubaí árið, og var 8 sinnum meðal 10 efstu. Í fyrsta sinn sem hann komst nálægt því að sigra mót var 2010 á BMW PGA Championship. Þá var hann í forsytu eftir 1. hring en féll síðan niður skortöfluna og endaði í 5. sæti, en vann sér samt inn 190,800 evrur, sem var hæsta vinningsfé hans til þess tíma. Willett komst á topp1000 á heimslistanum við þennan árangur í 1. sinn. Hann var í 23. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar eftir 2010 keppnistímabilið.

Fyrsti sigur Willett á Evrópumótaröðinni kom í júní 2012 á BMW International Open í Köln, Þýskalandi, en alls eru sigrar hans á Evrópumótaröðinni nú 5 (ef The Masters sigurinn í gær, 10. apríl 2016 er talinn með).  Á fyrsta móti sínu þar sem Willett hafði sigur hafði Willett betur gegn Marcus Fraser á 4. holu í bráðabana.  Annar sigur Willett á Evrópumótaröðinni kom 7. desember 2014 á Nedbank Golf Challenge, en þar vann Willett sannfærandi sigur, átti 4 högg á næsta mann, Ross Fisher.

Danny Willett eftir sigurinn á Nedbank Golf Challenge 7. desember 2014

Danny Willett eftir sigurinn á Nedbank Golf Challenge 7. desember 2014

Árið 2015

Willett varð í 3. sæti á heimsmótinu í holukeppni 2015, þ.e. WGC-Cadillac Match Play og vann sér inn tímabundið  kortið sitt á PGA Tour það sem eftir var 2015 keppnistímabilsins. Eftir 36 holur á Opna breska 2015 var Willett aðeins 1 höggi á eftir forystumanninum Dustin Johnson og spilaði með honum 3. hringinn á því risamóti.  Honum tókst aðeins að vera á parinu, 72 höggum á 3. hring og féll niður skortöfluna. En hringur upp á 70 lokahringinn gerði það að verkum að Willett varð T-6 á Old Course á St Andrews, sem var til dagsins í gær (10. apríl 2016) besti árangur hans í risamóti. Í júlí 2015, vann Willett 3. titil sinn á Evrópumótaröðinni, átti 1 högg á Matthew Fitzpatrick  á the Omega European Masters. Jafnvel þó Willett hafi unnið sér inn nægilegt verðlaunafé til þess að komast á PGA Tour vildi hann ekki spila í Bandaríkjunum 2015-2016 keppnistímabilið.

Danny Willett eftir sigurinn á Omega Dubai Desert

Danny Willett eftir sigurinn á Omega Dubai Desert

Árið 2016

Willett byrjaði árið 2016 vel en hann sigraði á 4. móti sínu á Evrópumótaröðinni, Omega Dubai Desert Classic, 7. febrúar 2016; átti 1 högg á Rafael Cabrera Bello og Andy Sullivan. Svo 2 mánuðum síðar vann Willett fyrsta risamót sitt, sem jafnframt er 1. titill hans á PGA Tour og telur líka sem 5. sigur hans á Evrópumótaröðinni þ.e. The Masters, eftir að hann átti glæsilokahring upp á 5 undir pari, 67 högg og nýtti sér hrun nr. 2 á heimslistanum, Jordan Spieth, sem allir bjuggust við að myndi vinna eftir að sá hafði leitt alla 3 fyrstu hringina.  Spieth átti 5 högg á Willett þegar þeir voru á 10. braut á Augusta en missti síðan 6 högg á 3 holum, var m.a. með 4-faldan skolla á par-3 12. holu (Golden Bell) á Augusta National.  Willett vann mótið með 3 högg á Lee Westwood og Jordan Spieth , sem deildu 2. sætinu.  Willett varð þar með fyrsti breski kylfingurinn til þess að sigra á The Masters í 20 ár, en nákvæmlega 20 ár frá því Nick Faldo stóð uppi sem sigurvegari á Augusta National 1996.  Eftir að hafa verið klæddur í Græna jakkann af heldur sneypulegum Jordan Spieth, sem varð af sögulegu tækifæri að vinna Græna jakkann tvö ár í röð sagði Willett: „Þetta var mjög súrrealískur dagur þegar maður lítur tilbaka yfir flóðin og fjörurnar.“  (Á ensku: „It was a very surreal day when you look back at the ebbs and flows.“)

Einkalíf

Danny Willett kvæntist ástinni sinni, Nicole, 2013.  Þau eiga saman soninn Zachariah James, sem fæddist 30. mars 2016.  Danny var ákveðinn að vera viðstaddur fæðingu sonarins og á tímabili var óvíst hvort hann myndi yfirleitt taka þátt í The Masters. En sonurinn kom í heiminn 11 dögum fyrir ásettann tíma (þ.e. 10. apríl, daginn sem Danny vann!) og því tók Danny Willett þátt í 80. Masters risamótinu, sem hann vann svo glæsilega!!!

Nicole og Danny Willett

Nicole og Danny Willett