Nicklaus hughreystir Spieth
Jordan Spieth var virkilega í sjokki eftir hrun sitt, þar sem hann var aðeins 9 holum frá sögulegum sigri á Masters risamótinu 2016. Hann hélt varla jafnvægi þegar hann var að klæða sigurvegara þessa árs Danny Willett í Græna Jakkann. „Líkt og þið getið ímyndað ykkur; ég get ekki hugsað um neinn sem gæti hafa reynt erfiðari hátíðarathöfn,“ sagði Spieth m.a. eftir að hafa glutrað niður 5 högga forystu á seinni 9 með 3 skollum og einum margumtöluðum, sögulegum fjórföldum skolla á 12. braut (Golden Bell). Golfgoðsögnin Jack Nicklaus fann til með Texas-búanum unga (Spieth) og tvítaði huggunarorð til hans. Þau eru eftirfarandi: „Ég hugsa að allur golfheimurinn finni til Lesa meira
Hvaða vellir eru opnir inn á sumarflatir?
Hér er frétt af vefsíðu GSÍ, golf.is: Það er víða búið að opna inn á sumarflatir á golfvöllum landsins og margir kylfingar bíða spenntir eftir fregnum af opnun valla á landinu. Hér fyrir neðan er tafla með yfirliti yfir stöðu mála á golfvöllum landsins eins og hún var í gær 11. apríl.: Nafn klúbbs Skammstöfun Nafn vallar Staða á velli 11. apríl 2016 Golfklúbbur Álftaness GÁ Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-28
Gísli Sveinbergsson, GK og Kent State, tók þátt í Robert Kepler Intercollegiate Masters helgina 9.-10. apríl 2016. Mótið fór fram á Scarlett golfvellinum og gestgjafi var Ohio State háskólinn. Þetta var stórt og sterkt mót: 84 kylfingar kepptu og 16 háskólalið. Gísli lék á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (75 75) og varð T-28. Lið Kent State hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni. Bjarki Pétursson var ekki með. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:
Curry fellur við þegar hann heyrir um Spieth
Körfuboltastjarnan Stephen Curry féll beinlínis á gólf körfuboltaleikvangsins í upphitunaræfingum fyrir leik Golden State Warriors og San Antonio Spurs eftir að hann heyrði um afleitt gengi vinar síns, Jordan Spieth, á The Masters. Menn velta því fyrir sér hvort Curry hafi tapað stórri fjárhæð í veðmáli og hafi lagt undir óheyrilega fjárhæð á vin sinn? Hins vegar eru aðrir á því að sagan hafi verið að endurtaka sig: Curry hafi bara verið að stæla Michael Jordan þegar sá fylgdist með vini sínum Davis Love III, þann 16. júní 1996 (fyrir 20 árum) tapa á Opna bandaríska fyrir Steve Jones. En Love og Tom Lehman urðu T-2, líkt og Spieth og Lee Westwood nú Lesa meira
The Masters 2016: Sjáið ás Oosthuizen á Redbud
Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefir átt ýmis minnisstæð högg í gegnum tíðina á Augusta National. Eitt þeirra kom á lokahringnum á The Masters 2016 þegar hann gerði sig lítið fyrir og fékk ás á par-3 16. brautina, sem nefnist Redbud. Á hringnum komu 3 ásar á Redbud. Hinir sem afrekuðu það að fá ása voru: Shane Lowry og Davis Love III, þó þeirra hafi ekki farið jafn „billiardslega“ ofan í. Sjá má glæsiás Oosthuizen með því að SMELLA HÉR:
Spieth: „Þetta var erfitt“ – Myndskeið
Jordan Spieth átti tækifæri að skrifa sig inn í golfsöguna með því að sigra í Masters risamótinu tvö ár í röð. Hann var líka í góðum málum þegar „bara“ 9 holur voru eftir óspilaðar á Augusta National, en glutraði síðan öllu niður eftir hryllingsútreið í Amen Corner. Síðan var ekki auðvelt fyrir hann að klæða annan kylfing í Græna Jakkann sem hann ætlaði að smella sér í sjálfur. Hann var sýnilega sjokkeraður. Hér má sjá myndskeið með viðtali við Spieth rétt eftir ósigurinn á Masters SMELLIÐ HÉR:
Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-19 e. 2. dag
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, flaug í gegnum niðurskurð á Open Madaef 2016 mótinu, sem fram fer í Marokkó en er hluti þýsku Pro Golf mótaraðarinnar. Þórður Rafn er búinn að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (75 75). Hann er T-19 og spilar því 3. hringinn á morgun. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Stanislass Gautier, sem búinn er að spila á 3 undir pari (72 69). Sjá má stöðuna á Open Madaef með því að SMELLA HÉR:
Westwood býr í Edinborg
Ryder Cup stjarnan, Lee Westwood (Westy), 42 ára, kom á óvart með frábæru gengi á The Masters risamótinu þar sem hann deildi 2. sætinu ásamt Jordan Spieth. Westy gaf upp Edinborg sem heimilisfang á 80. Masters mótinu, en það er borgin þar sem krakkarnir hans – Sam og Poppy eru í skóla. Hann æfði m.a. fyrir Masters mótið í The Renaissance Club í East Lothian. Reyndar var fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Westy) með ás á velli klúbbsins nánar tiltekið á 6. braut vallarins í sl. mánuði og var það 15. ásinn á ferli Westy. Á sama tíma birti Westy líka mynd af sér og Sam á Twitter á Murrayfield þar sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og einn besti markvörður landsins í handboltanum. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Leirunni 5. Lesa meira
9 atriði sem vert er að vita um Willett
Enski kylfingurinn, Danny Willett, 28 ára, var kylfingurinn sem græddi á hruni Jordan Spieth í gær s.s. margoft hefir komið fram í golffréttum. Hann vann sinn fyrsta titil í Bandaríkjunum og fyrsta risatitil ferils síns. Hér eru 9 atriði sem vert er að vita um Willett: 1. Masters risamótið 2016 var 12. risamótið sem Willett tók þátt í. Hann hefir náð niðurskurði 7 sinnum í risamótunum og hefir verið í 30. sæti eða verra í 5 af þessum skiptum sem hann komst í gegn og var tvívegis meðal efstu 15; í bæði skiptin á Opna breska. 2. 80. mót The Masters var 2. mótið sem Willett tók þátt í. Aðeins Lesa meira










