Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2016 | 12:00

GS: Hermann Geir og Guðmundur S sigruðu á Opna Golfbúðarmótinu

Það voru um 150 kylfingar sem tóku þátt í Opna Golfbúðarmótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í gær, 9. apríl 2016.

Þar af voru 6 kvenkylfingar sem luku keppni og þar af stóð Elísabet Böðvarsdóttir, GKG sig best í höggleik, lék Leiruna á 88 höggum, sem og í punktakeppninni fékk 36 punkta.

Blíðskaparveður var og voru kylfingar ánægðir með veður og völl.

Úrslit urðu sem hér segir:

1.sæti án forgj. Hermann Geir Þórisson, GJÓ lék Leiruna á
1.sæti punktar Guðmundur S Guðmundsson, GSE, fékk 41 punkt
2.sæti punktar Hermann Geir Þórisson, GJÓ, fékk 38 punkta
3.sæti punktar Ingvar Haraldur Ágústsson, GM, fékk 37 punkta (með 20 á seinni 9)

Tómas Sigurðsson, GKG var einnig með 37 punkta (en 19 á seinni 9) og eins var Júlíus Elliðason með 37 punkta (en aðeins 16 á seinni 9).

Næst holu á 9.braut Davíð Davíðsson, GKG
Næst holu á 16.braut Guðmundur Jens Guðmundsson, GS
Næst holu á 18.braut Magnús Kári Jónsson, GR