Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 08:00

The Masters 2016: Sjáið ás Oosthuizen á Redbud

Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefir átt ýmis minnisstæð högg í gegnum tíðina á Augusta National.

Eitt þeirra kom á lokahringnum á The Masters 2016 þegar hann gerði sig lítið fyrir og fékk ás á par-3 16. brautina, sem nefnist Redbud.

Á hringnum komu 3 ásar á Redbud.

Hinir sem afrekuðu það að fá ása voru: Shane Lowry og Davis Love III, þó þeirra hafi ekki farið jafn „billiardslega“ ofan í.

Sjá má glæsiás Oosthuizen með því að SMELLA HÉR: