Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 09:00

Curry fellur við þegar hann heyrir um Spieth

Körfuboltastjarnan Stephen Curry féll beinlínis á gólf körfuboltaleikvangsins í upphitunaræfingum fyrir leik Golden State Warriors og San Antonio Spurs eftir að hann heyrði um afleitt gengi vinar síns, Jordan Spieth, á The Masters.

Menn velta því fyrir sér hvort Curry hafi tapað stórri fjárhæð í veðmáli og hafi lagt undir óheyrilega fjárhæð á vin sinn?

Hins vegar eru aðrir á því að sagan hafi verið að endurtaka sig:  Curry hafi bara verið að stæla Michael Jordan þegar sá fylgdist með vini sínum Davis Love III, þann 16. júní 1996 (fyrir 20 árum) tapa á Opna bandaríska fyrir Steve Jones. En Love og Tom Lehman urðu T-2, líkt og Spieth og Lee Westwood nú í ár!

Curry og Spieth eru báðir á samningi hjá Under Armour og auglýsa vörur fyrirtækisins.

Sjá má myndskeið þegar Curry féll með því að SMELLA HÉR: