Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 13:45

Nicklaus hughreystir Spieth

Jordan Spieth var virkilega í sjokki eftir hrun sitt, þar sem hann var aðeins 9 holum frá sögulegum sigri á Masters risamótinu 2016.

Hann hélt varla jafnvægi þegar hann var að klæða sigurvegara þessa árs Danny Willett í Græna Jakkann.

Líkt og þið getið ímyndað ykkur; ég get ekki hugsað um neinn sem gæti hafa reynt erfiðari hátíðarathöfn,“ sagði Spieth m.a. eftir að hafa glutrað niður 5 högga forystu á seinni 9 með 3 skollum og einum margumtöluðum, sögulegum fjórföldum skolla á 12. braut (Golden Bell).

Kaddý Spieth Mcihael Greller hughreystir  vin sinn og skjólstæðing

Kaddý Spieth Mcihael Greller hughreystir vin sinn og skjólstæðing á Masters

Golfgoðsögnin Jack Nicklaus fann til með Texas-búanum unga (Spieth) og tvítaði huggunarorð til hans.

Þau eru eftirfarandi:

Ég hugsa að allur golfheimurinn finni til með Jordan Spieth,“ sagði 18-faldur risamótasigurvegarinn (Nicklaus). „Hann (Spieth) hafði tækfiæri til þess að afreka nokkuð sem var sannarlega sérstakt og mjög fáum hefir tekist fyrir hans tíð – og hann hefði verið sá yngsti til að afreka það – honum bara tókst það ekki. Maður finnur til í hjartanum yfir því sem gerðist, en ég veit að Jordan er ungur maður sem mun svo sannarlega læra af reynslunni og það verður eitthvað gott sem kemur út úr þessu fyrir hann. Hann er dásemdar hæfileikarík manneskja og yndislegur ungur maður.“