Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2016 | 10:58

Evróputúrinn: Kaymer meðal efstu á Valderrama snemma 1. dags

Ekki hefir mikið borið á þýska kylfingnum Martin Kaymer síðustu misserin. Hann er nú meðal efstu manna á  Real Club Valderrama Open de España, gestgjafi Sergio Garcia snemma 1. dags, þegar margir eiga eftir að ljúka leik. Kaymer sem tvívegis hefir sigrað á risamóti var búinn að vera mjög spenntur fyrir að reyna getuna á einum af bestu völlum Evrópu (Valderrama) og hann byrjaði síðan líka svona dæmalaust vel. Kaymer hóf leik á 10. braut og fékk fugla á fyrstu 3 holurnar, en var síðan með skolla á 14. og náði síðan fugli á 17. og hóf seinni 9 (þ.e. fyrstu 9 á Valderrama) á 33 höggum. Frábært skor hjá Kaymer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2016 | 09:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Sung Kang (8/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 43. sætinu er Sung Kang. Sung Kang fæddist 4. júní 1987 í Jeju í Suður-Kóreu og er því 28 ára. Hann var fyrst í Namju High School in Jeju og síðan Yonsei University, þaðan sem hann útskrifaðist fyrir 7 árum þ.e. 2009. Kang gerðist atvinnumaður í golfi tvítugur að aldrei þ.e. 2007. Kang vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hann varð í 2. sæti á Ballantine’s Championship 2009, en mótið var samvinnuverkefni kóreanska golfsambandisins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2016 | 07:15

Evróputúrinn: Fylgist með Opna spænska hér!

Í dag hefst Opna spænska á Valderrama á Spáni. Meðal þátttakenda eru Matteo Manassero, sem lítið hefir heyrst frá að undanförnu; Rafa Cabrera Bello; Nicolas Colsaerts; Martin Kaymer, Thorbjörn Olesen og fleiri góðir. Fyrstu menn voru að fara út – fylgist með frá upphafi! Til þess að sjá stöðuna á Real Club de Valderrama Open de España SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2016 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2016: Styttist í að keppnistímabilið hefjist!

Það styttist í að keppnistímabilið á Eimskipsmótaröðinni hefjiist. Fyrsta mótið fer fram 20.-22. maí á Strandarvelli á Hellu. Töluverðar breytingar verða gerðar á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili og má þar nefna að mótunum verður fjölgað, og er markmiðið með breytingunum að stækka mótaröðina og auka umfang hennar. Hverjar eru breytingarnar? Fleiri mót: Alls 8 mót á Eimskipsmótaröðinni, í en þau voru 6 á síðasta ári. Á árinu 2016 verður sú undantekning að sex mót telja til stigameistaratitla á Eimskipsmótaröðinni. Frá og með árinu 2017 munu alls átta mót telja á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Keppnistímabil hvers árs hefst í lok ágúst og lýkur í sama mánuði, ári síðar. Tímabilið hefst á tveimur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davis Love III ——- 13. apríl 2016

Það er fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum 2016 Davis Milton Love III sem er afmæliskylingur dagsins. Love III er fæddur í Charlton, Norður-Karólínu 13. apríl 1964 og á því 52 ára afmæli í dag. Hann fæddist daginn eftir að pabbi hans Davis M Love Jr. lauk við lokahring sinn í Masters-mótinu 1964, en pabbi hans var golfkennari og atvinnumaður í golfi og móðir hans, Helen, lágforgjafarkylfingur. Love III gerðist atvinnumaður í golfi 1985, sem sagt 21 árs. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 36 mótum þar af 20 á PGA Tour. Besti árangur hans í risamótum kom 1997 þegar hann sigraði í PGA Championship. Love III er hin síðari ár Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2016 | 08:06

Hringið í lögguna! Eftirpartý Willett hávaðasamt!!!

Danny Willett, sem öllum að óvörum sigraði á 1. risamóti ársins fagnaði gífurlega eftir að sigurinn. Að því er hann sjálfur sagði frá fór hann ekki að sofa fyrr en kl. 6:00 – 6:30. Hann sagðist hafa vaknað kl. 9:00; hann hefði ekki getað sofið lengur og síðan hefði hann hringt nokkur símtöl og farið síðan út að hlaupa. Willett sagðist stefna að öllu sem myndi bæta hann sem manneskju og kylfing. Eftirpartý Willett var svo hávaðasamt að lögreglan var kölluð til en eftir að henni var sagt að þarna færu Danny Willett og vinir sem væru að fagna Masters sigri Willett, lét lögreglan gott heita og bað Danny bara um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2016 | 06:25

Áhugi ferðamanna á Íslandi sem golfáfangastað fer vaxandi

Í nóvember s.l. birtist eftirfarandi grein á golf.is: „Golf Iceland kynnti þá möguleika sem standa golfferðamönnum til boða á Íslandi á stærstu golf ferðasýningu heims sem fram fór í byrjun október (2015). Magnús Oddsson, verkefnastjóri Golf Iceland, segir að áhugi á Íslandi sem golfáfangastað fari vaxandi en 1250 aðilar tóku þátt á International Golf Travel Mart IGTM ferðasýningunni sem haldin var á Spáni. IGTM ferðasýningin fer fram árlega. Að þessu sinni voru þar 650 aðilar, sem kynntu sína áfangastaði, heil lönd, ákveðin golfsvæði í heiminum eða einstaka golfvelli fyrir um 450 sérhæfðum söluaðilum golfferða og um 150 fjölmiðlamönnum sem sóttu sýninguna. Samhliða sýningunni fer fram mikil kynning á golfi og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 20:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk keppni í Open Madaef T-25

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni á Open Madaef 2016 mótinu, sem fram fór í Marokkó nú í dag. Mótið var hluti þýsku Pro Golf mótaraðarinnar. Þórður Rafn lék  á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (75 75 78). Hann varð T-25. Sjá má lokastöðuna á Open Madaef 2016 með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 17:15

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Wichanee Meechai (28/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 27 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær 4 sem deildu 22. sætinu en það eru: Wichanee Meechai frá Thaílandi; Ally McDonald, frá Bandaríkjunum; Stephanie Kono frá Bandaríkjunum og Victoria Elizabeth, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Björg Egilsdóttir. Hún er fædd 12. apríl 1963 og á því 53 ára afmæli í dag!!! Guðrún Björg er í Golfklúbbnum Oddi. Afrek Guðrúnar Bjargar á golfsviðinu eru fjölmörg en hér skal staldrað við að nefna að hún varð í 1. sæti í punktakeppni á styrktarmóti Valdísar Þóru á Garðavelli, 6. júní 2009 og eins varð Guðrún Björg klúbbmeistari GO, 2007. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsin til þess að óska henni til hamingju með afmælið! Guðrún Björg Egilsdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristjana Andrésdóttir, 12. apríl 1957 (59 ára);  Guðný Jónsdóttir, 12. apríl 1961 Lesa meira