Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 07:00

Spieth: „Þetta var erfitt“ – Myndskeið

Jordan Spieth átti tækifæri að skrifa sig inn í golfsöguna með því að sigra í Masters risamótinu tvö ár í röð.

Hann var líka í góðum málum þegar „bara“ 9 holur voru eftir óspilaðar á Augusta National, en glutraði síðan öllu niður eftir hryllingsútreið í Amen Corner.

Síðan var ekki auðvelt fyrir hann að klæða annan kylfing í Græna Jakkann sem hann ætlaði að smella sér í sjálfur.

Hann var sýnilega sjokkeraður.

Hér má sjá myndskeið með viðtali við Spieth rétt eftir ósigurinn á Masters SMELLIÐ HÉR: