Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2022 | 14:30

Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30

Tilkynning frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Frá síðustu tilkynningu hefur úrkoma verið mjög mikil og völlurinn er óleikhæfur vegna bleytu. Leikur hefst ekki kl. 15:00. Lokatilraun til að hefja leik verður gerð kl. 16:30 en staðfesting frá mótsstjórn verður birt kl. 15:30. Staðan á Íslandsmótinu eftir þriggja hringja spil má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2022 | 22:00

Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, lék á 65 höggum eða 5 höggum undir pari. Það er langbesti hringur Huldu Clöru á mótinu – en hún hefur titil að verja. Hulda Clara fékk fimm fugla, tapaði ekki höggi, og hún fékk 13 pör. Hún jafnaði vallarmetið sem Anna Sólveig Snorradóttir, GK, setti árið 2018n á Íslandsmótinu í golfi. Sigurður Bjarki Blumenstein deilir nú vallarmetinu með liðsfélaga sínum úr GR, Haraldi Franklín Magnús, sem lék á 62 höggum á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum árið 2018. Sigurður Bjarki fékk alls 9 fugla og þar af 6 á fyrri 9 holunum sem hann lék á 29 höggum. Hann tapaði einu höggi, á 17. braut, þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (31/2022)

Sagnir nokkurra þekktra kylfinga um golfið: Meðalkylfingur, ef heppinn , slær átta eða tíu rétt högg á hring. Öll önnur högg eru nothæf feilhögg.“ — Tommy Armor (Golf and Wisdom Pro) „Ég er of gamall fyrir tennis. Í golfi á ég minn eigin bolta, ég slæ hann einhvers staðar. Svo fer ég á eftir honum. Og þegar ég finn það mun ég slá hann í burtu aftur.“ – Franz Beckenbauer, fótboltastjarna Bayern München „Golf er ekki leikur frábærra högga. Það er leikur nákvæmustu feilhögganna. Sá sem gerir fæstu mistökin vinnur.“ – Gene Littler (Golf Pro) „Golf er leikur sem gengur út á að setja of lítinn bolta í holu sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír  Doug Ford,  Pétur Steinar Jóhannesson og Michael Besancenay. Douglas Michael Fortunato, sem alltaf gekk undir nafninu Doug Ford var fæddur 6. ágúst 1922 og hefði því orðið 100 ára í dag. Hann lést 15. maí 2018. Á ferli sínum sigraði hann í 34 mótum, þar af 19 á PGA Tour og af þessum nítján sigrum hans töldust tveir vera risamótssigrar þ.e. hann sigraði á PGA Championship 1955 og Masters 1956. Pétur Steinar Jóhannesson er fæddur 6. ágúst 1942 og fagnar því 80 ára merkisafmæli í dag. Pétur Steinar – Innilega til hamingju með 80 ára merkisafmælið!!! Michel Besancenay er fæddur 6. ágúst 1962 og á því 60 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Gylfi Rútsson. Hann er fæddur 5. ágúst 1962  og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Gylfi Rútsson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Silla Ólafsdóttir, 5. ágúst 1949 (73 ára); Katsunari Takahashi, 5. ágúst 1950 (72 ára); Ásdís Lilja Emilsdóttir, 5. ágúst 1956 (66 ára);  Gylfi Rútsson, 5. ágúst 1962 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Ólafur Gylfason, golfkennari GA, 5. ágúst 1968 (54 ára); Ragnheiður Stephensen, 5. ágúst 1970 (52 árA); Gauja Hálfdanardóttir, 5. ágúst 1973 (49 ára); Jón Karl Björnsson, GK, 5. ágúst 1975 (47 árs); Anna Rawson, 5. ágúst 1981 (41 árs); Paula Creamer, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörtur Þór Unnarsson. Hjörtur fæddist 4. ágúst 1966 og á því 56 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbi Reykjavík. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hjört með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Hjartar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hjörtur Þór Unnarsson – 56 ára– Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Janet Coles, 4. ágúst 1954 (68 ára); Deedee Lasker, (spilaði hér áður fyrr á LPGA) 4. ágúst 1959 (63 ára); Þorgeir Sæberg, 4. ágúst 1961 (61 árs); Nico Geyger (frá Chile – spilar á Evróputúrnum), Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2022 | 14:00

Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða

Davis Love III hefir útnefnt Webb Simpson og Steve Striker, sem varafyrirliða sína í Forsetabikarnum 2022. Tilkynnti hann um útnefningu sína sl. þriðjudag 2. ágúst 2022 Aðrir varafyrirliðar Love III eru þeir Fred Couples og Zach Johnson. Forsetabikarinn fer fram 19.-25. september n.k. í Quail Hollow Club í Charlotte, Norður-Karólínu. Forsetabikarinn er svipaður Ryder Cup, nema keppnislið eru önnur: annars vegar er lið Bandaríkjanna og síðan lið allra annara í heiminum nema Evrópu. Stricker er frábær í liðaíþróttum; hann var fyrirliði sigurliðs Bandaríkjanna í Rydernum fyrir 2 árum og hefir auk þess 5 sinnum (1996-2013) spilað í Forsetabikarnum fyrir lið Bandaríkjanna og er með 14-0-0 árangur í þeim viðureignum. Simpson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson (Issi) – 3. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson. Jóhann Þorgrímur (Issi) er fæddur 3. ágúst 1972 og á því 50 ára st+prafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Jóhanns Þorgríms til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson– Innilega til hamingju með 50 ára stórsafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar eru: Guðrún Katrín Konráðsdóttir, 3. ágúst 1951 (71 árs); Regína Sveinsdóttir, 3. ágúst 1955 (67 ára); Jón Svavarsson 3. ágúst 1956 (66 ára); Laila Ingvarsdóttir, 3. ágúst 1957 (65 ára); Útivist og Fegurð (63 ára); Líney Óladóttir, 3. ágúst 1965 (57 ára); Omar David Uresti, 3. ágúst 1968 (54 ára); Issi Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson, 3. ágúst 1972(50 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Andrésdóttir – 2. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Andrésdóttir. Þórunn er fædd 2. ágúst 1970 og á því 52 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins, til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Þórunn Andrésdóttir (52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fay Crocker, (f. 2. ágúst 1914 – d. 1983 – frá Úrúgvæ, lék á LPGA); Eyþór Árnason, 2. ágúst 1954 (68 ára); Bill Murchison Jr., 2. ágúst 1958 (64 ára); Caroline Pierce, 2. ágúst 1963 (59 ára); Jeff Bloom, 2. ágúst 1963 (59 ára); Jonathan Andrew Kaye, 2. ágúst 1970 (52 ára); Brian Davis, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2022 | 20:00

Bjarni Þór sigraði á Einvíginu á Nesinu

Það var GR-ingurinn Bjarni Þór Lúðvíks­son, 18 ára, sem sigraði á Ein­víginu á Nes­inu. Mótið var er það var haldið í 26. skipti í dag Lokastaðan á Einvíginu á Nesinu 2022 var eftirfarandi: 1 Bjarni Snær Lúðvíks­son 2 Gunn­laug­ur Árni Sveins­son 3 Aron Snær Júlí­us­son 4 Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir 5 Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir 6 Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir 7 Hlyn­ur Bergs­son 8 Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son 9 Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir 10 Magnús Lárus­son Sigurvegarar frá upphafi: Magnús Lárusson hefur sigrað oftast í Einvíginu á Nesinu en hann sigraði þrívegis í röð 2004-2006. Ragnhildur Sigurðardóttir, Björgvin Sigurbergsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Kristján Þór Einarsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafa öll sigrað tvívegis á þessu skemmtilega móti. Lesa meira