Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ellý Steinsdóttir. Ellý er fædd 10. ágúst 1963 og á því 59 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ellý Steinsdóttir (Innilega til hamingju með árin 59!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995; Galtarviti Keflavik (102 ára); Maria Elana Astrologes Combs, 10. ágúst 1951 (71 árs); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (62 ára); Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 10. ágúst 1966 (56 ára); Lori Tatum, 10. ágúst 1967 (55 ára); Rifsnes Línubátur (54 ára); Martin Quinney, 10. ágúst 1971 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagins er Erna Elíasdóttir. Erna er fædd 9. ágúst 1949 og á því 73 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Erna Elíasdóttir – 73 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón Svavar Úlfljótsson, 9. ágúst 1954 (68 ára); Sven Strüver, 9. ágúst 1967 (55 ára); Patrick Sheehan, 9. ágúst 1969 (53 ára); Virginie Rocques, (frönsk- spilar á LET Access) 9. ágúst 1971 (51 árs); Guðmundur Hannesson, GR, 9. ágúst 1973 (48 ára); Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, 9. ágúst 1977 (44 ára); Sophie Walker, (spilar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2022 | 14:00

Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð

Íslenskur kylfingur, Ágúst Ársælsson, varð klúbbmeistari golfklúbbsins Hulta í Svíþjóð. Ágúst lék keppnishringina 3 á samtals 219 höggum (69 75 75) og átti heil 7 högg á næsta mann. Glæsilegur!!! Sjá má hvernig Hulta kylfingar fagna klúbbmeistara sínum með því að SMELLA HÉR:  Golf 1 óskar Ágústi innilega til hamingju með klúbbmeistaratitilinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og á því 37 ára afmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson 🙂 ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2022 | 08:00

Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open

Það var enski kylfingurinn Callum Ronald Shinkwin, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum. Sigurskorið var 12 undir pari, 272 högg (69 68 65 70). Shinkwin átti heil 4 högg á þann sem næstur kom, Skotann Connor Syme. Shinkwin er fæddur 22. maí 1993 og er því nýorðinn 29 ára. Þetta er 2. sigurinn í atvinnumóti á ferlinum; sá fyrri var á var einnig á Evróputúrnum þ.e. á Aprhodite Hills Cyprus Open, 1. nóvember 2020. Mótið fór fram 4.-7. ágúst 2022 í The Celtic Manor Resort, City of Newport, Wales Sjá má lokastöðuna á Cazoo Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2022 | 20:00

AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!

Þær Ashleigh Buhai frá S-Afríku og hin suður-kóreanska In Gee Chun voru efstar og jafnar eftir hefðbundið 72 holu spil á AIG Women´s Open risamótinu. Báðar voru þær  á 10 undir pari, hvor. Það varð því að koma til bráðabana þar sem Buhai hafði betur og halaði þar með inn þær $1.095 milljón sem voru  í verðlaun fyrir sigur í mótinu (u.þ.b. ISK 152.2 milljónir) Ashleigh Buhai er fædd 11. maí 1989 og því 32 ára. Hún á 6 sigra í beltinu á atvinnumannsferli sínum en hún gerðist atvinnumaður í golfi 1 sinni á LPGA (risamótssigurinn telst sem LPGA sigur); 4 sinnum á LET og 2 sinnum á öðrum mótaröðum. Sigurinn á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2022 | 17:30

Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!

Kristján Þór Einarsson, GM og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR eru Íslandsmeistarar í höggleik 2022. Þau leiddu eftir 3. hring en 4. hringur mótsins var blásinn af vegna mikils rigninga- og hvasviðris, sem gerði Vetmannaeyjavöll óspilanlegan. Sigurskor Kristjáns Þórs var 6 undir pari en Perlu Sól, 1 undir pari. Þetta er 2. Íslandsmeistaratitill Kristján Þórs í höggleik en hann vann fyrri Íslandsmeistaratitil sinn einnig á Vestmannaeyjavelli 2008, eftir mikla baráttu við þá Björgvin Sigurbergsson og Heiðar Davíðsson. Perla Sól er fædd árið 2006 og er hún næst yngsti kylfingurinn sem fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki. Perla Sól verður 16 ára í september en Ragnhildur Sigurðardóttir var nýorðinn 15 ára þegar hún varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 24 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kolbrún Sævarsdóttir, 7. ágúst 1964 (hefði orðið 58 ára) d. 9. september 2020; Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (53 ára – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (33 ára – bandarísk spilar á LET); Rósirnar Heilsurækt ….. og ….. Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2022 | 15:15

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB og GKG tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Vierumäki Finnish Challenge. Mótið fór fram á Vierumäki golfsvæðinu, í Vierumäki, Finnlandi, dagana 4.-7. ágúst 2022 og var lokadagurinn því í dag. Guðmundur Ágúst lauk keppni í 3. sæti á glæsiskori upp á 20 undir pari, 268 höggum (69 67 67 65). Guðmundur Ágúst deildi 3. sætinu með Íranum John Murphy, sem einnig spilaði á 20 undir pari. Fyrir 3. sætið hlaut Guðmundur Ágúst €16,250,00 (u.þ.b. IKR 2.3 milljónir) Bjarki varð T-35 lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 70 70 68). Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Velten Meyer, en hann lék á samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2022 | 14:50

Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM leiða í kvenna- og karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik eftir 3. dag. Perla Sól hefir spilað á samals 1 undir pari. Hún er sú eina í kvennaflokki sem er á heildarskori undir pari eftir 3. hringja spil. Í 2. sæti er atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, aðeins 1 höggi á eftir, á heildarskori upp á slétt par. Kristján Þór hefir samtals spilað á 6 undir pari. Hann á tvö högg á þá sem næstir koma: þá Sigurð Bjarka Blumenstein og Kristófer Orra Þórðarson, en báðir hafa spilað á samtals 4 undir pari. Vont veður – rigning og rok er í Vestmannaeyjum, sem Lesa meira