
Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, lék á 65 höggum eða 5 höggum undir pari. Það er langbesti hringur Huldu Clöru á mótinu – en hún hefur titil að verja. Hulda Clara fékk fimm fugla, tapaði ekki höggi, og hún fékk 13 pör. Hún jafnaði vallarmetið sem Anna Sólveig Snorradóttir, GK, setti árið 2018n á Íslandsmótinu í golfi.
Sigurður Bjarki Blumenstein deilir nú vallarmetinu með liðsfélaga sínum úr GR, Haraldi Franklín Magnús, sem lék á 62 höggum á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum árið 2018. Sigurður Bjarki fékk alls 9 fugla og þar af 6 á fyrri 9 holunum sem hann lék á 29 höggum. Hann tapaði einu höggi, á 17. braut, þar sem hann fékk skolla.
Fyrir lokahringinn er Hulda Clara T-7 búin að spila á samtals 13 yfir pari (77 81 65), en eins og sjá má eru miklar sviptingar í spili hennar t.a.m. 16 högga munur milli hringja hjá henni. Evrópumeistarinn, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, leiðir fyrir lokahringinn á samtals 1 undir pari og er sú eina af konunum á heildarskori undir pari.
Sigurður Bjarki er hins vegar T-2 og á góða möguleika enn á sigri, er aðeins 2 höggum á eftir forystumanninum fyrir lokahringinn, Kristjáni Þór Einarssyni, GM, á samtals 4 undir pari.
Sjá má stöðuna fyrir lokahringinn með því að SMELLA HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023