Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír  Doug Ford,  Pétur Steinar Jóhannesson og Michael Besancenay.

Douglas Michael Fortunato, sem alltaf gekk undir nafninu Doug Ford var fæddur 6. ágúst 1922 og hefði því orðið 100 ára í dag. Hann lést 15. maí 2018. Á ferli sínum sigraði hann í 34 mótum, þar af 19 á PGA Tour og af þessum nítján sigrum hans töldust tveir vera risamótssigrar þ.e. hann sigraði á PGA Championship 1955 og Masters 1956.

Pétur Steinar Jóhannesson er fæddur 6. ágúst 1942 og fagnar því 80 ára merkisafmæli í dag.

Pétur Steinar – Innilega til hamingju með 80 ára merkisafmælið!!!

Michel Besancenay er fæddur 6. ágúst 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann lék m.a. á Evróputúrnum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Bert Yancey, 6. ágúst 1938 (84 ára);  Tom Inskeep, 6. ágúst 1955 (67 ára) – lék á kandadíska PGA;  Lauren Cowan, 6. ágúst 1964 (58 ára); William Fred Mayfair, 6. ágúst 1966 (56 ára) – lék á bandaríska PGA Tour; Jeff Barlow, 6. ágúst 1968 (54 ára); Karlin Beck, 6. ágúst 1987 (35 ára); Morten Hagen …… og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli, hafið samband við golf1@golf1.is