Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Eir – 1. ágúst 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Margrét Eir. Margrét Eir er fædd 1. ágúst 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Margrét Eir – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:; Guðlaugur Gíslason, 1. ágúst 1908 – d. 6. mars 1992; Lloyd Mangrum, f. 1. ágúst 1914 – d. 17. nóvember 1973; Baldur Baldursson, 1. ágúst 1951 (71 árs); Mússa Faulk, 1. ágúst 1968 (55 ára); Jón Ingi Jóhannesson, 1. ágúst 1970 (51 árs); Margrét Eir, 1. ágúst 1972 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Guðmundur Liljar Lesa meira
LIV: Stenson sigraði í Bedminster
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem sviptur var fyrirliðanafnbót í Ryder Cup liði Evrópu, vegna þess að hann gekk til liðs við nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina LIV Golf gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta mótinu sem hann tekur þátt í í Bedminster, New Jersey. Fyrir vikið varð hann $4 milljónum og 375.000 ríkari. Sigurskor Stenson var samtals 11 undir pari (64 69 69). Matthew Wolff, sem einnig er genginn til liðs við LIV Golf og Dustin Johnson deildu 2. sætinu á samtals 9 undir pari. Sjá má lokastöðuna á LIV Bedminster með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Þorvaldur Í. Þorvaldsson og Árni Snævarr – 31. júlí 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru Þorvaldur Í Þorvaldsson og Árni Snævarr Guðmundsson. Þorvaldur er fæddur 31. júlí 1957 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Árni er hins vegar fæddur 31. júlí 1967 og á því 55 ára afmæli í dag!!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Víðir Jóhannsson, 31. júlí 1955 (67 ára); Þorvaldur Í. Þorvaldsson 31. júlí 1957 (65 ára); Peter Albert Charles Senior, 31. júlí 1959 (63 ára); Hss Handverk, 31. júlí 1966 (56 ára); Árni Snævarr Guðmundsson, 31. júlí 1967 (55 ára); Helgi Birkir Þórisson, GSE (47 ára); Kolbrún Rut Olsen, 31. júlí 1996 (26 árs)…. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Bergsteinn Hjörleifsson, fyrrverandi formaður Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Bergsteinn er fæddur 30. júlí 1962 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Hann var formaður Golfklúbbsins Keilis 2004-2014. Fjölskylda Bergsteins er mikið í golfi m.a. bróðir hans Magnús og sonur Bergsteins, Hjörleifur, sem hefir verið frá keppni í ár vegna meiðsla. Sjálfur hefir Bergsteinn tekið þátt í fjölda opinna móta með góðum árangri, auk þess sem hann var hér áður fyrr duglegur að draga fyrir son sinn á mótaröð þeirra bestu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Graeme McDowell 30. júlí 1979 (43 ára); Justin Rose, 30. júlí 1980 (42 ára); Nino Bertasion, 30. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Signý Marta Böðvarsdóttir. Signý Marta er fædd 29. júlí 1970 og er því 52 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Signý Marta er góður kylfingur og hefir m.a. staðið sig vel í púttmótaröðum GR-kvenna. Eins sigraði hún í 1. flokki á meistaramóti GR nú í ár. Hún er gift Páli Gunnari Pálssyni og er móðir klúbbmeistara GR nú í ár Böðvars og Helgu Signýar Pálsbarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Signý Marta Böðvarsdóttir · 52 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Lesa meira
Keppt um Björgvinsskálina í 2. sinn á Íslandsmótinu 2022
Á Íslandsmótinu í golfi 2021 sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri var keppt í fyrsta sinn um Björgvinsskálina sem er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna – eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Aron Snær Júlíusson, GKG, Íslandsmeistari í karlaflokki 2021 var sá fyrsti sem fékk afhenta Björgvinsskálina eftir Íslandsmótið í fyrra. Á Íslandsmótinu í golfi 2022 sem hefst fimmtudaginn 4. ágúst í Vestmannaeyjum verður keppt um Björgvinsskálina í annað sinn. Skálin er veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni en árið 2021 voru liðin 50 ár frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Björgvin varð síðar sexfaldur Íslandsmeistari og er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Nelly Korda – 28. júlí 2022
Það er Nelly Korda, sem er afmæliskylfingur dagsins. Nelly Korda er fædd 28. júlí 1998 í Bradenton, Flórída og er því 24 ára í dag. Hún átti töfrum líkast golfár 2021, sigraði þá á fyrsta risamóti sínu, Women´s PGA Championship (27. júní 2021) og eins sigraði hún vikunni þar áður í Mejer Classic og á Gainbridge LPGA at Boca Rio, í 28. febrúar 2021. Nú í ár hefir ekki gengið eins vel. Sigrar hennar í fyrra voru alls 4, þeir mestu á einu ári hjá Nelly í fyrra, en í ár hefir henni enn ekki tekst að sigra í neinu móti. Veikindi hafa plagað hana nú í ár, en í Lesa meira
Gunnlaugur Árni og Arnar Daði sigruðu á sterku alþjóðlegu móti á N-Írlandi
Arnar Daði Svavarsson og Gunnlaugur Árni Sveinsson, báðir úr GKG, sigruðu í sínum aldursflokki á sterku alþjóðlegu móti sem fram fer á Lough Erne golfsvæðinu á Norður-Írlandi. Keppt var í ýmsum aldursflokkum á þessu móti sem er boðsmót þar sem að landsmeisturum víðsvegar úr Evrópu er boðið að taka þátt. Meistaramót landsmeistara er haldið á Lough Erne vellinum sem Sir Nick Faldo hannaði. Arnar Daði, sem er 13 ára, er sigraði í drengjaflokki 15 ára og yngri. en hann lék hringina þrjá á +8 eða 223 höggum. Arnar Daði sigraði með 6 högga mun. Gunnlaugur Árni, sem er 17 ára, sigraði í flokki pilta 19 ára og yngri – en Lesa meira
Luke Donald tekur við stöðu fyrirliða liðs Evrópu í Ryder Cup
Búist er við yfirlýsingu frá forráðamönnum Evróputúrsins eftir helgi, um að Luke Donald taki við fyrirliðastöðu liðs Evrópu í Ryder bikarnum úr hendi Henrik Stenson, sem genginn er til liðs við sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina og hefir í kjölfarið verið sviptur fyrirliðastöðunni. Stenson var vikið úr fyrirliðastarfinu eftir að hafa samið við LIV Series. Þó Ryder Cup forráðamenn Evrópu hafi ekki gefið neinar frá sér neinar fréttatilkynningar, um hvað gerist næst, þá er ljóst að Donald – sem var í myndinni sem fyrirliði, þegar Stenson var ráðinn í mars – muni taka að sér hlutverkið. Evrópuherbúðirnar telja greinilega þetta sé nægur tími fyrir Donald að taka við rúmum mánuði áður en Ryder Lesa meira
LIV: Bubba Watson sá nýjasti sem sagður er ætla að ganga til liðs við sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina
Bubba Watson er nýjasta stóra nafnið, sem sagður er ætla að ganga til liðs við nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina, LIV. Talið er að hann hafi fengið $71 milljón fyrir að samþykkja mótaraðarskiptin. Bubba Watson er fæddur 5. nóvember 1978 og því 43 ára. Hann hefir sigrað 12 sinnum á PGA Tour, þar af tvívegis á Masters risamótinu. Það er því mikill fengur fyrir LIV að fá Bubba. Bubba, sem er fyrrum nr. 2 á heimslistanum, er sagður munu tía upp í fyrsta sinn á LIV 2.-4. september á The International í Boston, Massachusetts, þar sem 4. mótið af 8 nú í ár á LIV, fer fram. Það stendur til að fjölga Lesa meira










