Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2022 | 08:00

Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open

Það var enski kylfingurinn Callum Ronald Shinkwin, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum.

Sigurskorið var 12 undir pari, 272 högg (69 68 65 70).

Shinkwin átti heil 4 högg á þann sem næstur kom, Skotann Connor Syme.

Shinkwin er fæddur 22. maí 1993 og er því nýorðinn 29 ára. Þetta er 2. sigurinn í atvinnumóti á ferlinum; sá fyrri var á var einnig á Evróputúrnum þ.e. á Aprhodite Hills Cyprus Open, 1. nóvember 2020.

Mótið fór fram 4.-7. ágúst 2022 í The Celtic Manor Resort, City of Newport, Wales

Sjá má lokastöðuna á Cazoo Open með því að SMELLA HÉR: