Íslandsmót unglinga 2022: Perla Sól varð Íslandsmeistari í fl. 15-16 ára telpna
Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst 2022. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna. Þátttakendur í telpnaflokki voru 20. Perla Sól lék hringina þrjá á +6 samtals eða 219 höggum. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, varð önnur á 229 höggum og Helga Signý Sigurpálsdóttir, GR varð þriðja á 232 höggum. Perla Sól sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2022 í fullorðinsflokki í Vestmanneyjum – og er því tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu ári. Hún er einnig Evrópumeistari í stúlknaflokki 16 ára og yngri. Sjá má lokastöðuna á Íslandsmóti unglinga 2022 með því að SMELLA HÉR:
Íslandsmót unglinga 2022: Logi Íslandsmeistari í fl. 19-21 árs
Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst 2022. Logi Sigurðsson, GS, sigraði í flokki 19-21 árs pilta. Þáttakendur í þeim flokki voru 25. Hann lék hringina þrjá á 212 höggum eða höggi undir pari vallar. Hann var einu höggi á undan Hjalta Hlíðberg Jónassyni, GKG. Aron Emil Gunnarsson, GOS, var tveimur höggum á eftir Loga. Sjá má lokastöðuna á Íslandsmóti unglinga með því að SMELLA HÉR:
GSÍ 80 ára í dag
Golfsamband Íslands (GSÍ) er 80 ára í dag, en það var stofnað 14. ágúst 1942. GSÍ er elsta sérsambandi innan ÍSÍ. GSÍ er auðvitað samofin golfsögu Íslands og má lesa um hana með því að SMELLA HÉR: Golf 1 óskar GSÍ innilega til hamingju með árin 80!!! Megi sambandið eflast og styrkjast næstu 80 ár og þar af lengur!!
Afmæliskylfingur dagsins: Darren Clarke —— 14. ágúst 2022
Afmæliskylfingur dagsins er fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2016, Darren Clarke. Clarke fæddist 14. ágúst 1968 í Dungannon á Norður-Írlandi og á því 54 ára afmæli í dag. Darren Clarke var líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum. Clarke gerðist atvinnumaður í golfi árið 1990 og hefir síðan þá unnið í 22 atvinnumannsmótum þar af 3 á PGA Tour og 14 á Evróputúrnum, 3 á japanska PGA og 1 á Sólskinstúrnum og 1 á Áskorendamótaröð Evrópu. Stærsti sigur Clarke í golfinu var án efa sigur hans á Opna breska 2011. Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: GSÍ, 14. ágúst Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (32/2022)
Nokkrir stuttir á ensku: Golf is like chasing a quinine pill around a cow pasture: Winston Churchill It took me seventeen years to get 3,000 hits in baseball. I did it in one afternoon on the golf course: Babe Ruth Columbus went around the world in 1492. That isn’t a lot of strokes when you consider the course: Lee Trevino These greens are so fast I have to hold my putter over the ball and hit it with the shadow: Sam Snead If you think it’s hard to meet new people, try picking up the wrong golf ball: Jack Lemmon If you’re caught on a golf course during a storm Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: einn besti kylfingur allra tíma, Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson. Ben var fæddur 13. ágúst 1912 og hefði átt 110 ára stórafmæli í dag. Ben Hogan dó 25. júlí 1997, 84 ára eða á 85. aldursári. Ben Hogan gerðist atvinnumaður 1930 og hætti keppni 1971 eftir 41 árs farsælan feril. Hann var einkum þekktur fyrir fallega golfsveiflu sína. Ben Hogan sigraði 68 sinnum á atvinnumannsferli sínum þar af 64 sinnum á PGA Tour og situr í 4. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð. Hogan vann 9 risamótstitla á ferli sínum. Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1974. Hann vann auk þess til allra Lesa meira
Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús, GR; Bjarki Pétursson, GB og GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tóku þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum: ISPS Handa World Invitational. Bjarki og Guðmundur Ágúst komust ekki í gegnum niðurskurð. Það gerði Haraldur Franklín hins vegar og lék 3. hringinn í dag á 69 glæsihöggum. Samtals er Haraldur Franklin búinn að spila á 209 höggum (71 69 69). Sjá má stöðuna á ISPS Handa World Invitational með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Birgit Henriksen. Hún er fædd 12. ágúst 1942 og lést 12. apríl 2022. Birgit var eigandi Golf1.is og hefði orðið 80 ára í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (83 ára); Birgit Henriksen, f. 12. ágúst 1942 – d. 12. apríl 2022; Ingunn Steinþórsdóttir (64 ára); Gunnar Sandholt, 12. ágúst 1949 (73 ára); Þórhalli Einarsson, 12. ágúst 1961 (61 árs); Oddný Sturludóttir, 12 ágúst 1976 (46 ára); Chase Seiffert, 12. ágúst 1991 (31 árs); Jóhannes Georg Birkisson, 12. ágúst 1999 (23 ára) … og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
Kylfingum á Íslandi heldur áfram að fjölga og samkvæmt nýjustu tölum frá 1. júlí s.l. eru um 23,300 kylfingar skráðir sem félagsmenn í golfklúbba landsins. Þetta er 5% fjölgun frá árinu 2021 og hafa kylfingar aldrei verið fleiri innan raða Golfsambands Íslands. Í fyrra var fjölgunin um 12%. Mesta fjölgunin er í aldurshópnum 19 ára og yngri. Í aldurshópnum 16-19 ára er 15% aukning og í aldurshópnum 15 ára og yngri er 12% fjölgun. Í elsta aldurshópnum, 80 ára og eldri, er einnig töluverð fjölgun eða sem nemur 12%. Hlutfall kvenna er svipað og á undanförnum árum eða um 33% en markmið Golfsambandsins er að hlutfall kvenna verði 40%. Börn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Laufey Guðmundsdóttir. Helga Laufey er fædd 11. ágúst 1970 og á því 52 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Helga Laufey Guðmundsdóttir (52 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lori Garbacz, 11. ágúst 1958 (64 ára); Bryndís Þóra Jónsdóttir, 11. ágúst 1959 (63 ára); Íris Erlingsdóttir, 11. ágúst 1959 (63 ára); Grant Osten Waite, 11. ágúst 1964 (58 ára); Einar Bragi , 11. ágúst 1965 (57 ára); Dave Pashko, 11. ágúst 1969 (53 Lesa meira










