Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2022 | 17:30

Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!

Kristján Þór Einarsson, GM og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR eru Íslandsmeistarar í höggleik 2022.

Þau leiddu eftir 3. hring en 4. hringur mótsins var blásinn af vegna mikils rigninga- og hvasviðris, sem gerði Vetmannaeyjavöll óspilanlegan.

Sigurskor Kristjáns Þórs var 6 undir pari en Perlu Sól, 1 undir pari. Þetta er 2. Íslandsmeistaratitill Kristján Þórs í höggleik en hann vann fyrri Íslandsmeistaratitil sinn einnig á Vestmannaeyjavelli 2008, eftir mikla baráttu við þá Björgvin Sigurbergsson og Heiðar Davíðsson.

Perla Sól er fædd árið 2006 og er hún næst yngsti kylfingurinn sem fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki. Perla Sól verður 16 ára í september en Ragnhildur Sigurðardóttir var nýorðinn 15 ára þegar hún varð Íslandsmeistari á Jaðarsvelli á Akureyri árið 1985. Þetta er í 23. sinn sem GR-ingur fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki.

Golf 1  óskar Kristjáni Þór og Perlu Sól innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.

Sjá má öll úrslit Íslandsmótsins með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar í höggleik 2022.