Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2022 | 15:15

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB og GKG tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Vierumäki Finnish Challenge.

Mótið fór fram á Vierumäki golfsvæðinu, í Vierumäki, Finnlandi, dagana 4.-7. ágúst 2022 og var lokadagurinn því í dag.

Guðmundur Ágúst lauk keppni í 3. sæti á glæsiskori upp á 20 undir pari, 268 höggum (69 67 67 65).

Guðmundur Ágúst deildi 3. sætinu með Íranum John Murphy, sem einnig spilaði á 20 undir pari. Fyrir 3. sætið hlaut Guðmundur Ágúst €16,250,00 (u.þ.b. IKR 2.3 milljónir)

Bjarki varð T-35 lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 70 70 68).

Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Velten Meyer, en hann lék á samtals 26 undir pari, 262 höggum (70 62 65 65).

Sjá má lokastöðuna á Vierumäki Finnish Challenge með því að SMELLA HÉR: