
AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
Þær Ashleigh Buhai frá S-Afríku og hin suður-kóreanska In Gee Chun voru efstar og jafnar eftir hefðbundið 72 holu spil á AIG Women´s Open risamótinu. Báðar voru þær á 10 undir pari, hvor.
Það varð því að koma til bráðabana þar sem Buhai hafði betur og halaði þar með inn þær $1.095 milljón sem voru í verðlaun fyrir sigur í mótinu (u.þ.b. ISK 152.2 milljónir)
Ashleigh Buhai er fædd 11. maí 1989 og því 32 ára. Hún á 6 sigra í beltinu á atvinnumannsferli sínum en hún gerðist atvinnumaður í golfi 1 sinni á LPGA (risamótssigurinn telst sem LPGA sigur); 4 sinnum á LET og 2 sinnum á öðrum mótaröðum. Sigurinn á AIG Women´s Open er fyrsti sigur hennar á risamóti.
In Gee Chun er fædd 10. ágúst 1994 og því nýorðin 28 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2012 og hefir á ferli sínum sigrað 15 sinnum, þar af 4 sinnum á LPGA. Eins hefir hún sigrað 1 sinni á LET, 2 sinnum á japanska LPGA og 10 sinnum í heimalandi á KLPGA. Með sigri sínum í dag hefði hún sigrað í 2 af 5 risamótum kvennagolfsins á sama árinu, en nú fyrr í sumar sigraði hún á Women´s PGA Championship. Hún er aðeins 2 sigrum á risamótum frá svokölluðu Career Grand Slam þ.e. að hafa sigrað í öllum risamótum á ferlinum og hafa taugarnar líklegast gefið sig í dag.
Í 3. sæti á AIG Women´s Open risamótinu varð síðan japanski kylfingurinn Hinako Shibuno, á samtals 9 undir pari.
AIG Women’s Open fór fram 4.-7. ágúst 2022 í Muirfield, Skotlandi.
Sjá má lokastöðuna á AIG Women´s Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023