
AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
Þær Ashleigh Buhai frá S-Afríku og hin suður-kóreanska In Gee Chun voru efstar og jafnar eftir hefðbundið 72 holu spil á AIG Women´s Open risamótinu. Báðar voru þær á 10 undir pari, hvor.
Það varð því að koma til bráðabana þar sem Buhai hafði betur og halaði þar með inn þær $1.095 milljón sem voru í verðlaun fyrir sigur í mótinu (u.þ.b. ISK 152.2 milljónir)
Ashleigh Buhai er fædd 11. maí 1989 og því 32 ára. Hún á 6 sigra í beltinu á atvinnumannsferli sínum en hún gerðist atvinnumaður í golfi 1 sinni á LPGA (risamótssigurinn telst sem LPGA sigur); 4 sinnum á LET og 2 sinnum á öðrum mótaröðum. Sigurinn á AIG Women´s Open er fyrsti sigur hennar á risamóti.
In Gee Chun er fædd 10. ágúst 1994 og því nýorðin 28 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2012 og hefir á ferli sínum sigrað 15 sinnum, þar af 4 sinnum á LPGA. Eins hefir hún sigrað 1 sinni á LET, 2 sinnum á japanska LPGA og 10 sinnum í heimalandi á KLPGA. Með sigri sínum í dag hefði hún sigrað í 2 af 5 risamótum kvennagolfsins á sama árinu, en nú fyrr í sumar sigraði hún á Women´s PGA Championship. Hún er aðeins 2 sigrum á risamótum frá svokölluðu Career Grand Slam þ.e. að hafa sigrað í öllum risamótum á ferlinum og hafa taugarnar líklegast gefið sig í dag.
Í 3. sæti á AIG Women´s Open risamótinu varð síðan japanski kylfingurinn Hinako Shibuno, á samtals 9 undir pari.
AIG Women’s Open fór fram 4.-7. ágúst 2022 í Muirfield, Skotlandi.
Sjá má lokastöðuna á AIG Women´s Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024