Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Darren Clarke —— 14. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2016, Darren Clarke. Clarke fæddist 14. ágúst 1968 í Dungannon á Norður-Írlandi og á því 54 ára afmæli í dag. Darren Clarke var líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum. Clarke gerðist atvinnumaður í golfi árið 1990 og hefir síðan þá unnið í 22 atvinnumannsmótum þar af 3 á PGA Tour og 14 á Evróputúrnum, 3 á japanska PGA og 1 á Sólskinstúrnum og 1 á Áskorendamótaröð Evrópu. Stærsti sigur Clarke í golfinu var án efa sigur hans á Opna breska 2011.

Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: GSÍ, 14. ágúst 1942 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); José Eusebio Cóceres. 14. ágúst 1963 (59 árs); Paul Broadhurst, 14. ágúst 1965 (57 ára), Darren Clarke, 14. ágúst 1968 (54 ára); Bergur Rúnar Björnsson, 14. ágúst 1974 (48 ára); Haukur Sörli Sigurvinsson 14. ágúst 1980 (42 ára); Lucas Bjerregaard, 14. ágúst 1991 (31 árs).

Golf 1 óskar þeim, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is