Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson —— 16. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann var fæddur 16. ágúst 1948 og hefði því orðið 74 ára í dag.  Hann lést langt um aldur fram 10. desember 2018. Vífill var í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði. Honum gekk vel í opnum mótum og var iðulega í efsta sæti. Eftirlifandi ekkja Vífils er Anna Halldórsdóttir. Komast má á minningarsíðu Vífils með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Temper Netverslun (81 árs); Sveinsdóttir Sveinbjörg (56 árs); Ekki Spurning (45 ára); Will Zalatoris, 16. ágúst 1996 (26 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2022 | 20:00

Íslandsmót barna 2022: Elva María Íslandsmeistari í flokki stelpna 12 ára og yngri

Elva María Jónsdóttir, GK, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik 2022 í flokki 12 ára og yngri í stúlknaflokki. Keppt var á Setbergsvelli dagana 11.-13. ágúst, en leiknir voru þrír 9 holu hringir í þessum aldursflokki. Þátttakendur í stelpnaflokki undir 12 ára, sem luku keppni voru 8. Elva María lék á 133 höggum eða 25 höggum yfir pari, (50-41-42). Hún var átta höggum á undan næsta keppenda. María Högnadóttir, GSE, varð önnur á 141 höggi (46-48-47), og Ragna Lára Ragnarsdóttir, GR, varð þriðja á 147 höggum (48-51-48). Sjá má lokastöðuna í fl. 12 ára og yngri stelpna með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2022 | 19:00

Íslandsmót barna 2022: Hjalti Kristján varð Íslandsmeistari í fl. 12 ára og yngri stráka

Hjalti Kristján Hjaltason, GM, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik 2022 í flokki 12 ára og yngri í stákaflokki. Keppt var á Setbergsvelli 11.-13. ágúst, en leiknir voru þrír 9 holu hringir í þessum aldursflokki. Þáttakendur, sem luku keppni voru  26. Hjalti Kristján lék á 112 höggum eða 4 höggum yfir pari, (37-36-39). Hann var tveimur höggum á undan næsta keppenda. Björn Breki Halldórsson, GKG, varð annar á 114 höggum (38-39-37), og Halldór Jóhannsson, GK, varð þriðji á 117 höggum (41-39-37). Sjá má lokastöðuna í flokki 12 ára og yngri stráka með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2022 | 18:00

Íslandsmót barna 2022: Pamela Ósk varð Íslandsmeistari í fl. 13-14 ára stelpna

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik í flokki 13-14 ára stúlkna 2022. Mótið fór fram á Setbergsvelli, dagana 11.-13. ágúst, en leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessum aldursflokki. Þátttakendur voru 18. Pamela Ósk lék á 233 höggum eða 17 höggum yfir pari, (81-76-76). Hún var sjö höggum á undan næsta keppenda. Vala María Sturludóttir, GL, varð önnur á 240 höggum (85-80-75) og Ninna Þórey Björnsdóttir, GR, varð þriðja á 244 höggum (84-79-81). Sjá má lokastöðuna í flokki 13-14 ára stelpna með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2022 | 17:00

Íslandsmót barna 2022: Arnar Daði Íslandsmeistari í flokki 13-14 ára stráka

Arnar Daði Svavarsson, GKG, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik í flokki 13-14 ára drengja 2022. Mótið fór fram á Setbergsvelli 11.-13. ágúst og réðust úrslitin lokadaginn, en leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessum aldursflokki. Þátttakendur, sem luku keppni voru 19. Arnar Daði lék á frábæru skori eða 6 höggum undir pari vallar, 201 höggum (73-66-71). Fjórir keppendur úr GKG röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Gunnar Þór Heimisson varð annar á -2 samtals, sem er frábært skor, (67-75-67). Benjamín Snær Valgarðsson, GKG, varð þriðji á +12 og Snorri Hjaltason, GKG, endaði í fjórða sæti á +14. Frábær árangur hjá GKG-ingum! Sjá má lokastöðuna í fl. 13-14 ára stráka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 38 ára afmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og er trúlofaður Hörpu Kristinsdóttur og saman eiga þau 1 barn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Kjartan Dór Kjartansson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 23:59

Evróputúrinn: Haraldur Franklín lauk keppni T-26 á ISPS Handa World Inv.

Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús, GR; Bjarki Pétursson, GB og GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tóku þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum: ISPS Handa World Invitational. Mótið fer fram er á Galgorm Castle & Massereene golfsvæðinu, á Norður-Írlandi. Bjarki og Guðmundur Ágúst komust ekki í gegnum niðurskurð. Það gerði Haraldur Franklín hins vegar og lauk keppni T-26. Hann lék samtals á 1 undir pari, 279 höggum (71 69 69 70). Sjá má lokastöðuna á ISPS Handa World Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 23:00

Íslandsmót unglinga 2022: Skúli Gunnar Íslandsmeistari í fl. 15-16 ára

Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst 2022 Skúli Gunnar Ágústsson, GA, sigraði í drengjaflokki 15-16 ára pilta. Það voru 30 sem luku keppni í drengjaflokki. Skúli Gunnar lék hringina þrjá á einu höggi undir pari samtals, 212 höggum. Valur Snær Guðmundsson, GA, varð annar einu höggi á eftir, 213 höggum og Guðjón Frans Halldórsson, GKG, varð þriðji á 215 höggum. Sjá má úrslit á Íslandsmóti unglinga 2022 með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 22:00

Íslandsmót unglinga 2022: Berglind Erla Íslandsmeistari stúlkna 17-18 ára

Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst. Berglind Erla Baldursdóttir, GM, sigraði í flokki 17-18 ára stúlkna. Þátttakendur í stúlknaflokki 17-18 ára, sem luku keppni, voru 11. Berglind Erla lék hringina þrjá á 227 höggum eða 14 höggum yfir pari vallar samtals. Sara Kristinsdóttir, GM, varð önnur á 232 höggum og Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, varð þriðja á 234 höggum. Sjá má lokastöðuna á Íslandsmóti unglinga 2022 með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 21:00

Íslandsmót unglinga 2022: Gunnlaugur Árni sigraði í fl. 17-18 ára pilta

Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst 2022. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í flokki 17-18 ára flokki pilta. Hann lék samtals á 6 höggum undir pari vallar, 207 höggum. Róbert Leó Arnósson, GKG, varð annar á +3 samtals og jafnir í 3. sæti voru þeir Jóhann Frank Halldórsson, GR og Jóhannes Sturluson, GKG á +12. Sjá má lokastöðuna á Íslandsmóti unglinga 2022 með því að SMELLA HÉR: