Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 19:00

Íslandsmót unglinga 2022: Logi Íslandsmeistari í fl. 19-21 árs

Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst 2022.

Logi Sigurðsson, GS, sigraði í flokki 19-21 árs pilta. Þáttakendur í þeim flokki voru 25.

Hann lék hringina þrjá á 212 höggum eða höggi undir pari vallar.

Hann var einu höggi á undan Hjalta Hlíðberg Jónassyni, GKG.

Aron Emil Gunnarsson, GOS, var tveimur höggum á eftir Loga.

Sjá má lokastöðuna á Íslandsmóti unglinga með því að SMELLA HÉR: