Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 20:00

Íslandsmót unglinga 2022: Perla Sól varð Íslandsmeistari í fl. 15-16 ára telpna

Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst 2022.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna. Þátttakendur í telpnaflokki voru 20.

Perla Sól lék hringina þrjá á +6 samtals eða 219 höggum.

Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, varð önnur á 229 höggum og Helga Signý Sigurpálsdóttir, GR varð þriðja á 232 höggum.

Perla Sól sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2022 í fullorðinsflokki í Vestmanneyjum – og er því tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu ári. Hún er einnig Evrópumeistari í stúlknaflokki 16 ára og yngri.

Sjá má lokastöðuna á Íslandsmóti unglinga 2022 með því að SMELLA HÉR: