Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2017

Það er LET kylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Valdís Þóra er fædd 4. desember 1989 og á því 28 ára afmæli í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir lokadag mótsins sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR: Í ár, 2017, hefir Valdís Þóra bæði spilað á LET Access og LET mótaröðinni, en besti árangur hennar á LET er glæsilegt 3. sæti sem hún náði á Sanya Open Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2017 | 10:00

PGA: Rickie Fowler sigraði á Hero World Challenge

Það var Rickie Fowler, sem stóð uppi sem sigurvegari á Hero World Challenge, sem lauk í gær. Fowler setti nýtt vallarmet á lokahringnum, lék á glæsilegum 11 undir pari, 61 höggi, á hring þar sem hann fékk 11 fugla og 7 pör, þar af fékk hann 7 fugla í röð frá holu 1-7. Sigurskor Rickie var 18 undir pari, 270 högg (67 70 72 61) – Sigur hans var nokkuð öruggur en hann átti 4 högg á næsta keppanda en það var Charley Hoffman, sem lék á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Fritelli sigurvegari á Afr-Asia mótinu

Það var heimamaðurinn Dylan Fritelli sem sigraði á Afr-Asia Bank Mauritius Open í gær, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Eftir hefðubundinn leik á 72 holum voru þeir Fritelli og Arjun Atwal frá Indlandi jafnir á 16 undir pari, 268 höggum og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Fritelli sigraði þegar á 1. holu bráðabanans með fugli meðan Atwal tapaði á parinu. Sjá má lokastöðuna á Afr-Asia mótinu með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta Afr-Asia mótsins með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2017

Það er forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haukur Örn er fæddur 3. desember 1979 og því 38 ára í dag. Hann er með 3,9 í forgjöf og félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða. Haukur Örn var nýlega í fréttum, ekki aðeins vegna greinar hans um Harry prins og Meghan Markle heldur vegna þess að hann er verðandi forseti Golfsambands Evrópu. Hróður íslensks golfs eykst því ekki aðeins á golfvellinum heldur líka í golf stjórnsýslunni!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2017 | 12:00

Birgir Leifur varð T-62 á ástralska PGA – Cameron Smith sigraði!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk keppni í dag á ástralska PGA meistaramótinu (ens.: Australian PGA Championship). Hann lék á samtals 3 yfir pari, 291 höggi (74 69 76 72) og hafnaði í 62. sæti sem hann deildi með 5 öðrum kylfingum. Glæsilegur árangur hjá Birgi Leif að komast gegnum niðurskurð, á jafn stóru móti og ástralska PGA! Tveir urðu efstir og jafnir og varð að koma til bráðabana milli þeirra þ.e. heimamannanna Cameron Smith og Jordan Zunic og stóð Smith uppi sem sigurvegari á 2. holu bráðabanans fékk fugl meðan Zunic tapaði á pari. Sjá má lokastöðuna í ástralska PGA með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2017 | 10:00

Ólafía og Annabella náðu 1/2 vinningi f. LET – JLPGA sigurvegari Drottningarmótsins

Í lokaviðureign Drottningarmótsins náðu Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og Annabella Dimmock frá Englandi 1/2 vinningi gegn þeim Hönnuh Green og Whitney Hillier í ástralska liðinu. Hins vegar tryggði ástralska liðið undir stjórn Karrie Webb sér 3. sætið eftir að hafa unnið 2 1/2 viðureign af þeim 4 sem spilaðar voru. Hinir 3 leikirnir í viðureign Evrópu (LET) gegn Ástralíu (ALPG) fóru með eftirfarandi hætti: Stacey Peters og Katherine Kirk í ALPG  unnu Gwladys Nocera og Carly Booth, 3 & 1. Florentyna Parker og Lee-Anne Pace í liði LET unnu Rachel Hetherington og Karrie Webb, 5 a& 4. Sarah Jane Smith og Sarah Kemp unnuFelicity Johnson og Holly Clyburn, 5 & 4 Heimakonurnar úr japanska Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2017 | 00:01

PGA: Hoffman efstur – Tiger T-10 e. 3. dag Hero World Challenge

Það er Charley Hoffman sem er efstur fyrir lokahring Hero World Challenge mótsins. Hann er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (69 63 70). Justin Rose og Jordan Spieth deila 2. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor – þannig að Hoffman er með afgerandi forystu. Tiger Woods er T-10 á samtals 4 undir pari, en hann átti vonbrigða 3. hring upp á 75 högg eftir frábæra 2 fyrstu hringina og er eins og segir samtals búinn að spila á 4 undir pari, 212 höggum (69 68 75). Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2017 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2017 (14)

Hér er einn gamall og góður sem því miður er aðeins hægt að segja á ensku: On a golf tour in Ireland, Tiger Woods drives his BMW into a petrol station in a remote part of the Irish countryside. The pump attendant, obviously knows nothing about golf, greets him ina typical Irish manner completely unaware of who the golfing pro is. “Top of the mornin’ to yer, sir” says the attendant. Tiger nods a quick “hello” and bends forward to pick up the nozzle. As he does so, two tees fall out of his shirt pocket onto the ground. “What are those?, asks the attendant. “ „They’re called tees” replies Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2017 | 18:00

Ólafía Þórunn tapaði f. Söruh Kemp 2&1

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Evrópuúrvalinu keppir á „Drottningarmótinu eða „The Queens.“ Ólafía er í hópi níu kylfinga sem eru á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar en alls eru fjögur úrvalslið sem keppa á þessu móti sem fram fer í Japan. Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir lék gegn Sarah Kemp frá Ástr­al­íu í tví­menn­ingi á öðrum keppnisdeginum. Ólafía tapaði naumlega 2/1. Ólafía vann fyrstu holuna en það var í eina skiptið sem hún var yfir í leiknum. Fyrir lokakeppnisdaginn er Suður-Kórea með 24 stig í efsta sæti, Jap­an er með 12 stig, Ástr­al­ía er í þriðja sæti með níu stig og Evr­ópa rek­ur lest­ina með sjö stig. Ólafía Þór­unn keppti í fyrsta leiknum með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson —- 2. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Pétursson. Bjarki er fæddur 2. desember 1994 og á því 23 ára afmæli í dag. Bjarki er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GB) og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GB 5 sinnum í röð!!! Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Árið 2011 var Bjarka gott en hann varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta bæði í holukeppni og höggleik og m.a. kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar Lesa meira