Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2017 | 18:00

Ólafía Þórunn tapaði f. Söruh Kemp 2&1

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Evrópuúrvalinu keppir á „Drottningarmótinu eða „The Queens.“ Ólafía er í hópi níu kylfinga sem eru á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar en alls eru fjögur úrvalslið sem keppa á þessu móti sem fram fer í Japan.

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir lék gegn Sarah Kemp frá Ástr­al­íu í tví­menn­ingi á öðrum keppnisdeginum. Ólafía tapaði naumlega 2/1. Ólafía vann fyrstu holuna en það var í eina skiptið sem hún var yfir í leiknum.

Hin ástralska Sarah Kemp

Fyrir lokakeppnisdaginn er Suður-Kórea með 24 stig í efsta sæti, Jap­an er með 12 stig, Ástr­al­ía er í þriðja sæti með níu stig og Evr­ópa rek­ur lest­ina með sjö stig.

Ólafía Þór­unn keppti í fyrsta leiknum með Car­ly Booth frá Skotlandi. Mót­herj­ar þeirra voru Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee frá Suður-Kór­eu. Ólafía og Booth töpuðu leiknum 4/3.

Texti: GSÍ