Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2017 | 10:00

PGA: Rickie Fowler sigraði á Hero World Challenge

Það var Rickie Fowler, sem stóð uppi sem sigurvegari á Hero World Challenge, sem lauk í gær.

Fowler setti nýtt vallarmet á lokahringnum, lék á glæsilegum 11 undir pari, 61 höggi, á hring þar sem hann fékk 11 fugla og 7 pör, þar af fékk hann 7 fugla í röð frá holu 1-7.

Sigurskor Rickie var 18 undir pari, 270 högg (67 70 72 61) – Sigur hans var nokkuð öruggur en hann átti 4 högg á næsta keppanda en það var Charley Hoffman, sem lék á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: