Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2017 | 00:01

PGA: Hoffman efstur – Tiger T-10 e. 3. dag Hero World Challenge

Það er Charley Hoffman sem er efstur fyrir lokahring Hero World Challenge mótsins.

Hann er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (69 63 70).

Justin Rose og Jordan Spieth deila 2. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor – þannig að Hoffman er með afgerandi forystu.

Tiger Woods er T-10 á samtals 4 undir pari, en hann átti vonbrigða 3. hring upp á 75 högg eftir frábæra 2 fyrstu hringina og er eins og segir samtals búinn að spila á 4 undir pari, 212 höggum (69 68 75).

Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: