Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2017 | 10:00

Ólafía og Annabella náðu 1/2 vinningi f. LET – JLPGA sigurvegari Drottningarmótsins

Í lokaviðureign Drottningarmótsins náðu Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og Annabella Dimmock frá Englandi 1/2 vinningi gegn þeim Hönnuh Green og Whitney Hillier í ástralska liðinu.

Hins vegar tryggði ástralska liðið undir stjórn Karrie Webb sér 3. sætið eftir að hafa unnið 2 1/2 viðureign af þeim 4 sem spilaðar voru.

Hinir 3 leikirnir í viðureign Evrópu (LET) gegn Ástralíu (ALPG) fóru með eftirfarandi hætti:

Stacey Peters og Katherine Kirk í ALPG  unnu Gwladys Nocera og Carly Booth, 3 & 1.
Florentyna Parker og Lee-Anne Pace í liði LET unnu Rachel Hetherington og Karrie Webb, 5 a& 4.
Sarah Jane Smith og Sarah Kemp unnuFelicity Johnson og Holly Clyburn, 5 & 4

Heimakonurnar úr japanska LPGA (JLPGA) stóðu uppi sem sigurvegarar eftir sigur á þeim suður-kóreönsku (KLPGA).

Fyrir liði liðs Evrópu (LET), Gwladys Nocera sagði þegar botnsætið blasti við: „Við vissum áður en við komum hingað að ástralska liðið væri líklega það besta sem þær hafa haft í 3 ár og þær voru allar í formi. Við vissum að þær yrðu sterkar og við gerðum okkar besta og teljum að við höfum átt nokkrar góðar paranir. Andrúmsloftið var frábært og mér líður illa því ég gat ekki gefið mitt besta í dag.