Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eyrún Birgisdóttir, Guðmundur Freyr Hansson og Pétur Andri Ólafsson- 23. desember 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru Eyrún Birgisdóttir , Guðmundur Freyr Hansson og Pétur Andri Ólafsson Eyrún er fædd 23. desember 1952 og á því 65 ára afmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Eyrún Birgisdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!!   Guðmundur Freyr Hansson er fæddur 23. desember 1962 og því 55 ára.  Guðmundur Freyr er í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík. Komast má á facebooksíðu Guðmundar Freys til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Guðmundur Freyr Hansson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Pétur Andri Ólafsson er fæddur 23. desember 1992 og á því 25 ára Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Aðalsteinsdóttir – 22. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Aðalsteinsdóttir. Kristín er fædd 22. desember 1972. Kristín er í Golfklúbbi Setbergs. Kristín hefir spilað víða erlendis m.a. á Spáni og í Golfclub Ozo í Lettlandi. Með fullu starfi hjá Hópbílum þjálfar Kristín 5. flokk stelpna í handbolta hjá ÍR. Kristín er gift Val Benedikt Jónatanssyni og eiga þau 2 börn: Hrafnhildi Völu, 14 ára og Gísla Hrafn, sem varð 11 ára fyrir 3 dögum síðan (Til hamingju Gísli Hrafn!!!) Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristín Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Charles Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Alexandra Newell (11/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2017 | 20:00

Brooke Henderson útnefnd íþróttakona ársins af blaðinu The Athletic

Kanadíska golfstjarnan Brooke Henderson hefir verið útnefnd íþróttakona ársins í Kanada af íþróttatímaritinu The Athletic. Henderson spilar á LPGA. Þar hefir hún nú í ár tvívegis sigrað á LPGA og átt 8 topp-10 árangra. Þetta er 2. árið sem Brooke er á LPGA. Hún er sem stendur nr. 14 á Rolex-heimslista kvenkylfinga.


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2017 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Christiaan Bezuidenhout (6/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. 9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari. Í dag verður Christiaan Bezuidenhout kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en Felipe Aguilar, Jazz Janewattananond, Gavin Moynihan, Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir. Christiaan Bezuidenhout fæddist 18. maí 1994 í Delmas, Suður-Afríku og er því 23 ára. Hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Thorbjørn Olesen – 21. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen. Thorbjørn er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og á hann því 2 ára afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður, 2008, aðeins 19 ára. Hann varð í 4. sæti strax á 1. keppnistímabili sínu á Nordea mótaröðinni, 2009, þar sem hann vann 3 mót og fékk þar með kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu 2010. Það sumar, í júlí 2010, vann hann fyrsta mót sitt á Áskorendamótaröðinni, The Princess, sem haldið var í Svíþjóð. Hann varð nr. 3 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og hlaut þar með kortið sitt á Evrópumótaröðinni, 2011. Í desember 2010 varð Olesen í 2. sæti á Alfred Dunhill Championship, fyrsta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Lori Beth Adams (10/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2017 | 23:00

3 íslenskir kylfingar á Dixie Amateur – Stefán Þór T-5 og Hlynur T-54 fóru gegnum niðurskurð

Hlynur Bergsson, GKG, Jóhannes Guðmundsson, GR og Stefán Þór Bogason, GR taka þátt í Dixie Amateur mótinu. Stefán Þór hefir leikið best íslensku keppendanna; er samtals búinn að spila á parinu og er í T-5 eftir 2. dag. Hlynur hefir spilað á samtals 7 yfir pari, (74 77) og er T-54. Þeir Hlynur og Stefán Þór fóru gegnum niðurskurð. Jóhannes lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (77 80) og náði því miður ekki gegnum niðurskurð, sem var miðaður við samtals 9 yfir pari eða betra og munaði því 4 höggum hjá Jóhannesi. Þátttakendur í mótinu eru 160 þannig að árangur íslensku keppendanna er mjög góður. Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2017 | 20:00

Úrtökumót f. LET: Guðrún Brá 6 höggum frá því að tryggja sér keppnisrétt á LET

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili endaði í 53. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Guðrún Brá lék á +2 samtals á fimm hringjum en hún lék á 73 höggum á lokahringnum (74-70-70-75-73) og 362 höggum samtals. Til þess að sjá lokastöðuna í lokaúrtökumóti LET 2017 SMELLIÐ HÉR:  Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir LET. Hún var 6 höggum frá því að komast í hóp þeirra sem tryggðu sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu á næsta tímabili. Casey Danielson frá Bandaríkjunum sigraði á -14 samtals en hún stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana þar sem þrír kylfingar voru jafnir á -14. Guðrún Brá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson – 20. desember 2017

Það er Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson sem er afmæliskylfingur dagins. Hann er fæddur 20. desember 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Kristins Arnar eða Kidda eins og hann er kallaður af vinum sínum til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson– 40 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Jennifer Song, 20. desember 1989 (28 ára); Kristinn Arnar Ormsson, 20. desember 1991 (26 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira