Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Thorbjørn Olesen – 21. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen.

Thorbjørn er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og á hann því 2 ára afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður, 2008, aðeins 19 ára. Hann varð í 4. sæti strax á 1. keppnistímabili sínu á Nordea mótaröðinni, 2009, þar sem hann vann 3 mót og fékk þar með kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu 2010. Það sumar, í júlí 2010, vann hann fyrsta mót sitt á Áskorendamótaröðinni, The Princess, sem haldið var í Svíþjóð. Hann varð nr. 3 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og hlaut þar með kortið sitt á Evrópumótaröðinni, 2011.

Í desember 2010 varð Olesen í 2. sæti á Alfred Dunhill Championship, fyrsta mótinu á 2011 keppnistímbili Evróputúrsins. Í júní 2011 varð Olesen T-2 á BMW Italian Open í Tórínó, mestmegnis vegna glæsihringjar upp á 62 högg á lokahringnum, en Robert Rock átti samt 1 högg á hann og vann mótið. Næsta mánuð varð Olesen enn í 2. sæti á Alstom Open de France þegar hann fékk skolla á lokaholuna og varð aftur 1 höggi á eftir þeim sem vann, sem í það skiptið var Thomas Levet. Með þessum góða árangri ávann Olesen sér þátttökurétt á Opna breska 2011, en þar náði hann ekki að komast í gegnum niðurskurð.

Þann 1. apríl 2012 vann Olesen fyrsta og eins sigur sinn til þessa á Evrópumótaröðinni á Opna sikileyska, átti 1 högg á Chris Wood, en við það tækifæri sagði hann m.a. aðspurður um hvernig tilfinningin væri: „Hún er frábær, ég var þrívegis í 2. sæti í fyrra, þannig að það ná fyrsta sigrinum er æðislegt.“

Á árinu, 2013, bar hæst að Olesen tók þátt í the Masters risamótinu í fyrsta sinn á ferli sínum og varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með öðrum, en það er besti árangur hans í risamótum. Fyrir þennan góða árangur hlaut Olesen tímabundinn spilarétt á mótum PGA Tour. Einnig lék Olesen í Seve Trophy í sigurliði meginlandsins. Loks mætti geta þess að Olesen er á ábatasömum auglýsingasamningi við Nike.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Walter Hagen, 21. desember 1892; Kel Nagle (Ástrali) 21. desember 1920 – 29. janúar 2015; Christy O’Connor, 21. desember 1924 (93 árs); Gísli Sváfnisson, 21. desember 1953 (64 ára); Marín Rún Jónsdóttir; 21. desember 1954 (63 ára); Ásdís Olsen, 21. desember 1962 (55 ára); Jónas Jónsson, 21. desember 1966 (51 árs); Karrie Webb, 21. desember 1974 (43 ára); Regína Ósk, 21. desember 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Simon Dyson, 21. desember 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!) … og … Pedro Martinez

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is