
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Christiaan Bezuidenhout (6/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari.
Í dag verður Christiaan Bezuidenhout kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en Felipe Aguilar, Jazz Janewattananond, Gavin Moynihan, Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir.
Christiaan Bezuidenhout fæddist 18. maí 1994 í Delmas, Suður-Afríku og er því 23 ára.
Hann byrjaði að spila golf 4 ára og átti mjög góðan áhugamannsferil
Bezuidenhout er í Serengeti Wildlife & Golf Est. golfklúbbnum í S-Afríku.
Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2015. Það ár var hann stigameistari á The Big Easy Tour, sem er 2. deildin í S-Afríku.
Bezuidenhout varð í 2. sæti á BMW SA Open og hlaut því keppnisrétt á Evróputúrnum í ár.
Bezuidenhout hefir tvívegis tekið þátt í lokaúrtökumóti fyrir Evróputúrinn (2016 og 2017) og er nú kominn á mótaröðina í 2. tilraun.
Meðal áhugamála Bezuidenhout er að kafa, Chelsea í enska fótboltanum og að hlusta á tónlist.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster