Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2017 | 23:00

3 íslenskir kylfingar á Dixie Amateur – Stefán Þór T-5 og Hlynur T-54 fóru gegnum niðurskurð

Hlynur Bergsson, GKG, Jóhannes Guðmundsson, GR og Stefán Þór Bogason, GR taka þátt í Dixie Amateur mótinu.

Stefán Þór hefir leikið best íslensku keppendanna; er samtals búinn að spila á parinu og er í T-5 eftir 2. dag.

Hlynur hefir spilað á samtals 7 yfir pari, (74 77) og er T-54. Þeir Hlynur og Stefán Þór fóru gegnum niðurskurð.

Jóhannes lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (77 80) og náði því miður ekki gegnum niðurskurð, sem var miðaður við samtals 9 yfir pari eða betra og munaði því 4 höggum hjá Jóhannesi.

Þátttakendur í mótinu eru 160 þannig að árangur íslensku keppendanna er mjög góður.

Til þess að sjá stöðuna á Dixie Amateur SMELLIÐ HÉR: