Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Einarsson – 11. janúar 2018

Kristján Þór Einarsson er afmæliskylfingur Golf 1 í dag. Kristján Þór er fæddur 11. janúar 1988 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!! Svo sem er með mikla afreksmenn í golfi s.s. Kristján Þór er þá er aðeins hægt að tæpa á nokkrum meginatriðum í glæstum ferli í stuttri afmælisgrein. Kristján Þór er s.s. allir vita í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og hefir m.a. margoft verið valinn Íþróttamaður Mosfellsbæjar. Hann er næstyngsti Íslandsmeistari í golfi frá upphafi en þann titil vann hann í Vestmannaeyjum 2008 þar sem hann háði mikla baráttu við þáverandi atvinnumennina í golfi Björgvin Sigurbergsson og Heiðar Davíð Bragason. Alls hefir Kristján Þór orðið 13 sinnum Íslandsmeistari í golfi. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 15:00

Þrír íslenskir kylfingar keppa í Argentínu

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt á Opna Suður-Ameríska áhugamannamótinu sem fram fer í Buenos Aires í Argentínu. Kylfingarnir eru Saga Traustadóttir (GR), Helga Kristín Einarsdóttir (GK) og Aron Snær Júlíusson (GKG). Alls taka 25 þjóðir þátt á þessu móti sem fram fer á Martindale Country Club. Nánar um mótið með því að SMELLA HÉR:  Keppnin hefst laugardaginn 13. janúar og lokahringurinn fer fram þriðjudaginn 16. janúar. Þetta er í 13. sinn sem mótið fer fram en keppendur koma frá níu löndum í Suður-Ameríku, auk keppenda frá Kanada, Kosta-Ríku, Englandi, Finnlandi, Íslandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Panama, Portúgal, Púertó-Ríkó, Skotlandi, Bandaríkjunum og Wales. Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Ryan Armour (46/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 13:00

Glæsihýsi Rory til sölu fyrir $12,9 milljónir – Myndskeið

Þið spilið e.t.v. ekki golf eins og Rory McIlroy en þið getið búið eins og hann ef þið kjósið það. Glæsihýsi hans í Palm Beach Gardens er til sölu fyrir litlar $12,9 milljónir. Það liggur að vatni og með í sölunni fylgir lóð sem er við hliðina á húsinu. Rory keypti þetta 6 svefnerbergja hús með 9 baðherbergjum, sem er 10.577 ferfet fyrir 5 árum síðan, en vill nú losna við það. Sjá má myndskeið af glæsihýsi Rory með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 12:00

Golf valið leiðinlegasta íþróttin af Bretum

Í nýrri skoðanakönnun YouGov var golf valið leiðinlegasta íþróttin af aðspurðum Bretum. YouGov skoðanakönnunarfyrirtækið spurði almenning um 17 íþróttir og bað um að þær yrðu flokkaðar í 3 flokka: mjög/ansi leiðinlegar; hvorki leiðinlegar né skemmtilegar og í þriðja lagi mjög/ansi skemmtilegar. Þegar niðurstöður eru kannaðar voru aðeins 5 íþróttir sem Bretum fundust mjög eða ansi skemmtileg þ.e. frjálsar, tennis, fimleikar, rugby og fótbolti. Á óvart kemur að 70% þátttakenda völdu golf sem mjög/ansi leiðinlega íþrótt og hlaut golfið flest atkvæði í þessum flokki. Aðrar íþróttir í þeim flokki þ.e. mjög /ansi leiðleg voru: bandarískur fótbolti (59%); krikkett (58%), pílur (58%)og snóker (57%). Það sem einnig kom á óvart var að 40% Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Leticia Ras-Anderica (22/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 09:00

Fylgist með BMW SA Open 2018 HÉR!!!

Í dag hófst Ekurhuleni, í Gauteng, S-Afríku BMW SA Open, sem er eitt elsta og hefðbundnasta mót í golfinu. Mótið fer fram á keppnisvelli Glendower golfklúbbsins. Mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og hins suður-afríska Sólskinstúrs og margir þekktir kylfingar (aðallega frá S-Afríku) sem taka þátt í mótinu m.a. Masters- sigurvegararnir suður-afrísku Ernie Els og  Charl Schwartzel, Raphaël Jacquelin og Grégory Bourdy frá Frakklandi,  og Íslandsvinurinn suður-afríski Haydn Porteous, auk margra annarra þekktra frá S-Afríku s.s. Branden Grace, Retief Goosen, Trevor Immelmann, Thomas Aiken ofl. ofl. Nú snemma dags þegar þetta er ritað eru bróðir Brooks Koepka, Chase, sem spilar á Evrópumótaröðinni og Englendingarnir Chris Paisley og  Matt Wallace efstir á samtals 6 undir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Marcel Schneider (9/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. 9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari. Í dag verður Marcel Schneider frá Þýskalandi kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en  allir hinir Justin Walters, Ben Evans, Christiaan Bezuidenhout, Felipe Aguilar, Jazz Janewattananond, Gavin Moynihan, Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir. Marcel Schneider fæddist í Bietigheim Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Andrea Ásgrímsdóttir og Ian Poulter – 10. janúar 2018

Það eru Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari og „kraftaverkamaðurinn í Medinah“ Englendingurinn Ian Poulter, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Andrea er fædd 10. janúar 1974 og á því 44 ára afmæli í dag!!! Andrea er m.a. klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbnum Oddi fjögur ár í röð 2012, 2013, 2014 og 2015. Fyrsta viðtalið sem birtist hér á Golf 1 var tekið við Andreu og má sjá það með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn!!! Andrea Asgrimsdottir (44 ára – Innilega til hamingju Andrea!!!) Ian Poulter Ian James Poulter er fæddur 10. janúar 1976 í Hitchin, í Hertfordshire í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Sam Saunders (45/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira