
Nýju strákarnir á PGA 2018: Sam Saunders (45/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.
Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.
Sá sem var í 6. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Sam Saunders en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals.
Sam Saunders fæddist í Orlando, Flórída, 30. júlí 1987 og er því 30 ára.
Sam Saunders er einna þekktastur fyrir að vera barnabarn golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer.
Saunders var í Clemson háskóla, en sleppti lokaárinu til þess að geta gerst atvinnumaður í golfi.
Árið 2011 spilaði Saunders í 13 mótum – þ.á.m. 8 á PGA Tour og var besti árangur hans 15. sætið á Pebble Beach. Hin mótin spilaði Saunders á Natioweide Tour (undanfara Web.com Tour) og besti árangurinn 10. sætið í Panama.
Þetta sama ár, 2011 komst Saunder á lokastig úrtökumóts en varð í 109. sæti og hlaut ekki PGA Tour kortið sitt.
Saunders varð í 50. sæti árið 2012 á Web.com Tour, en þetta var fyrsta heila keppnistímabilið sem hann kláraði að spila á, á mótaröð.
Árið 2014 spilaði Saunders aftur á Web.com Tour eftir að hafa hlotið keppnisrétt þar á lokaúrtökuóti. Hann varð sem segir í 13. sæti á Web.com Tour Finals og spilar því á PGA Tour 2014–15.
Saunders kvæntist konu sinn, Kelly, árið 2012 og þau búa í Fort Collins, Colorado ásamt tveimur sona sinna, Ace, og syni Kelly, Cohen.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster