Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Leticia Ras-Anderica (22/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Í gær varAlison Walshe kynnt og í dag er það Leticia Ras-Anderica frá Þýskalandi.

Leticia Ras-Anderica fæddist 11. júní 1994 í Alicante á Spáni, dóttir ensk/spænsks föður og þýskrar móður.

Hún er því 23 ára, en byrjaði í golfi 4 ára.

Leticia spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Miami og er nýútskrifuð þaðan.

Hún komst í gegnum lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna (LET)  og spilaði á LET 2016 og 2017.

Nú er hún líka komin með takmarkaðan spilarétt á mótaröð þeirra bestu í kvennagolfinu; LPGA og kemur til með að spila á nokkrum LPGA mótum 2018, en sáralitlu munaði að hún yrði meðal 20 efstu

Letitcia þykir með fegurri nýjum kvenkylfingum í golfinu og má sjá myndasyrpu af henni með því að SMELLA HÉR: 

Fræðast má meira um Leticiu á vefsíðu hennar sem sjá má með því að SMELLA HÉR: