Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 13:00

Glæsihýsi Rory til sölu fyrir $12,9 milljónir – Myndskeið

Þið spilið e.t.v. ekki golf eins og Rory McIlroy en þið getið búið eins og hann ef þið kjósið það.

Glæsihýsi hans í Palm Beach Gardens er til sölu fyrir litlar $12,9 milljónir.

Það liggur að vatni og með í sölunni fylgir lóð sem er við hliðina á húsinu.

Rory keypti þetta 6 svefnerbergja hús með 9 baðherbergjum, sem er 10.577 ferfet fyrir 5 árum síðan, en vill nú losna við það.

Sjá má myndskeið af glæsihýsi Rory með því að SMELLA HÉR: