Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Ryan Armour (46/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.

Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.

Sá sem var í 6. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Ryan Armour en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $118,206.

Ryan Armour fæddist í Akron, Ohio, 27. febrúar 1976 og er því 41 árs.

Hann er 1,75 m og 73 kg.

Armour lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Ohio State University. Hann vann sér inn third-team All-American honors árið 1998 og var valinn í All-Big Ten liðið árin  1995 og 1998. Hann var einnig í U.S. Junior finals árið 1993.

Armour spilaði á Nationwide Tour, sem nú heitir Web.com Tour á árinum 2004 – 2006. Hann spilaði líka á NGA Hooters Tour árin 2002 – 2003 og á the Golden Bear Tour árið 2003.

Armour vann sér fyrst inn kortið sitt á PGA Tour 2007 með því að verða T13 í Q-Schoolárið 2006. Hann var líka í FedEx Cup árið 2007.

Eftir að verða í 172. sæti á peningalista  PGA Tour 2008 þá missti Armour  PGA Tour kortið sitt og var aftur kominn á  Nationwide Tour árið 2009, þar sem hann spilaði allt til ársins 2012 og síðan aftur 2014. Hann varð í 20. sæti á  Web.com Tour og síðan í 40. sæti á Web.com Tour Finals og vann sér aftur inn kortið sitt keppnistímabilið 2014–15.

Keppnistímabilið 2014–15, var hann í 195. sæti á  FedEx stigalistanum: 200. sætið var síðasta sætið til þess að mega taka þátt í Web.com Tour Finals. Hann varð síðan í 41. sæti í Finals (að frátöldum efstu 25) í Finals, og vann sér inn Web.com Tour kortið sitt fyrir árið 2016.

Árið 2016 vann hann fyrsta sigur sinn á  Web.com Tour en það var á the Panama Claro Championship. Þetta var fyrsti sigur hans eftir að hafa tekið þátt í 217 mótum.

Næsta keppnistímabil vann hann the Sanderson Farms Championship, sem var fyrsti PGA Tour sigur hans eftir að hafa spilað í 105 mótum á mótaröðinni.

Þessi sigur tryggði Armour m.a. þátttökurétt í fyrsta risamóti hans, þ.e. PGA Championship 2018.

Nú er Armour aftur kominn á PGA Tour.