Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 09:00

Fylgist með BMW SA Open 2018 HÉR!!!

Í dag hófst Ekurhuleni, í Gauteng, S-Afríku BMW SA Open, sem er eitt elsta og hefðbundnasta mót í golfinu.

Mótið fer fram á keppnisvelli Glendower golfklúbbsins.

Mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og hins suður-afríska Sólskinstúrs og margir þekktir kylfingar (aðallega frá S-Afríku) sem taka þátt í mótinu m.a. Masters- sigurvegararnir suður-afrísku Ernie Els og  Charl Schwartzel, Raphaël Jacquelin og Grégory Bourdy frá Frakklandi,  og Íslandsvinurinn suður-afríski Haydn Porteous, auk margra annarra þekktra frá S-Afríku s.s. Branden Grace, Retief Goosen, Trevor Immelmann, Thomas Aiken ofl. ofl.

Nú snemma dags þegar þetta er ritað eru bróðir Brooks Koepka, Chase, sem spilar á Evrópumótaröðinni og Englendingarnir Chris Paisley og  Matt Wallace efstir á samtals 6 undir pari, þegar Paisley á eftir að ljúka spili á 1 holu, Wallace á 2 holum og Koepka á 3 holum.

Fjölmargir eiga eftir að fara út – þannig að staðan getur breyst eftir því sem líður á daginn.

Til þess að fylgjast með BMW SA Open á skortöflu SMELLIÐ HÉR: