Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 11:30

PGA: Sjáið ás Finau!!!

Tony Finau fór holu í höggi á 3. hring Sony Open. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Finau með því að SMELLA HÉR Þetta er 14. ásinn í mótinu síðan 1983 og sá 4. sem kemur á par-3 17. holuna. Fjarlægðin frá teig að holu eru 176 yardar (161 metri). Sjá má Finau fara holu í höggi með því að SMELLA HÉR:  Finau er samtals búinn að spila á 6 undir pari, og deilir sem stendur 40. sæti með öðrum.


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 11:00

PGA: Hoge efstur f. lokahring Sony Open – Hápunktar 3. dags

Það er Tom Hoge sem er í forystu fyrir lokahring Sony Open. Hoge er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 194 höggum (65 65 64). Hoge, sem er einn af nýju strákunum á PGA Tour 2018 (rifja má upp kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:) er að berjast um að ná fyrsta sigri sínum á PGA Tour. Öðru sætinu, aðeins 1 höggi á eftir Hoge, deila þeir Patton Kizzire og Brian Harman. Til þess að sjá stöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Sony Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 10:30

PGA: Kaddý Blayne Barber í krítísku ástandi á spítala með höfuðáverka

Kylfusveinn Blayne Barber, Cory Gilmer, var í krítísku ástandi á taugabráðamótttökudeild sjúkrahúss í Honolulu á Hawaíí eftir fall á höfuðið sl. föstudag. Barber sagði að eftir 2. hringinn á Sony Open hafi kylfusveinn hans hitt nokkra vini sína á veitingastað þar sem hann féll. „Hann stóð upp og féll býsna þungt á höfuðið,“ sagði Barber, sem lék á 72 höggum á 3. hring. „Þegar ég kom á veitingastaðinn var hann (Gilmer) meðvitundarlaus og bráðaliðar að stumra yfir honum. Síðan fór ég á spítalann með honum (föstudagsnóttina). Hann hefir ekki verðið viðtalshæfur síðan þá.“ Gilmer var enn meðvitundarlaus þegar Barber tíaði upp í gær. Læknar sögðu að þeir væru að íhuga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Nannette Hill (23/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 08:00

Lið Evrópu vann Evrasíubikarinn 14-10

Lið Evrópu undir forystu Thomas Björn vann Evasíubikarinn nú snemma morguns. Mótið fór fram í Glenmarie G&CC í Kuala Lumpur í Malasíu. Lokastaðan var 14-10 og munaði þar mestu frábær frammistaða liðs Evrópu í tvímenningnum, sem fram fór í nótt. Lið Evrópu vann þar 8 af 12 leikjum, í einum var allt jafnt og 3 leikir unnust af liði Asíu. Sjá má lokastöðuna í Evrasíubikarnum með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2018 | 17:30

Rory segir hjartsláttartruflanir sínar „ekkert til að hafa áhyggjur af“

Fjórfaldur risamótssigurvegari Rory McIlroy hefir ritað á félagsmiðla til þess að gera lítið úr hjartsláttartruflunum, sem eiga að hafa þjakað hann 2016. Í viðtali við The Telegraph í gær, sagði Rory að hann hefði fengið vírus í Kína, sem hefði lagst á hjartað á sér. „Ég er með þykknun á vinstra hjartaslegli og þar er svolítill örvefur. Sem stendur, þarf ég bara að fylgjast með og halda mér í formi,“ sagði hinn 28 ára Rory. Viðbrögðin við þessu viðtali ollu því að Rory fór á Instagram til að skýra betur það sem hann hafði sagt. „Þetta er virkilega ekkert alvarlegt og ekkert til að hafa áhyggjur af, burtséð frá því að ég Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2018 | 17:17

PGA: Harman leiðir í hálfleik á Sony Open – Hápunktar 2. dags

Það er Brian Harman sem er í forystu í hálfleik á Sony Open. Harman er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 127 höggum (64 63). Í 2. sæti eru 4 kylfingar; allir 3 höggum á eftir Harman þ.e. á samtals 10 undir pari, en þeirra á meðal er Zach Johnson. Til þess að sjá stöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á Sony Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Paisley efstur f. lokahringinn í S-Afríku

Chris Paisley er efstur fyrir lokahringinn á BMW SA Open. Paisley er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 201 höggi (66 65 70). Paisley er á höttunum eftir fyrsta sigri sínum á Evróputúrnum og fróðlegt að sjá hvort hann heldur haus á morgun! Á hæla hans er nefnilega heimamaðurinn Branden Grace á samtals 14 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir. Masters-sigurvegaranum Charl Schwartzel, sem spáð var góðu gengi í mótinu er í 17. sæti fyrir lokahringinn og ólíklegt að honum takist að sigra í þetta sinn. Til þess að sjá stöðuna á BMW SA Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Gyða Björk og Siggi Óli – 13. janúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Siggi Óli og Gyða Björk Ágústsdóttir. Siggi Óli er fæddur 13. janúar 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag.  Hann er í Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Siggi Óli (Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!!) Gyða Björk er fædd 13. janúar 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Gyða Björk Ágústsdóttir – (Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Harold Horsefall Hilton – 12. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 149 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Hann varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra Opna breska. Golf 1 var stuttu eftir að golfvefurinn fór í loftið með greinaröð um kylfinga 19. aldar. Hér má rifja upp greinina um afmæliskylfinginn: HAROLD HORSEFALL HILTON Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Hayes, 12. janúar 1955 (63 ára); Craig Parry, 12. janúar 1966 (ástralski túrinn – 52 ára); Eiríkur Svanur Sigfússon, GK, (51 árs); Sigríður Jóhannsdóttir (49 ára); Berglind Richardsdóttir (45 ára); Davíð Viðarsson (39 ára) ….. og ….. Félag Um Jákvæða Sálfræði (28 Lesa meira