Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 10:30

PGA: Kaddý Blayne Barber í krítísku ástandi á spítala með höfuðáverka

Kylfusveinn Blayne Barber, Cory Gilmer, var í krítísku ástandi á taugabráðamótttökudeild sjúkrahúss í Honolulu á Hawaíí eftir fall á höfuðið sl. föstudag.

Barber sagði að eftir 2. hringinn á Sony Open hafi kylfusveinn hans hitt nokkra vini sína á veitingastað þar sem hann féll.

Hann stóð upp og féll býsna þungt á höfuðið,“ sagði Barber, sem lék á 72 höggum á 3. hring.

Þegar ég kom á veitingastaðinn var hann (Gilmer) meðvitundarlaus og bráðaliðar að stumra yfir honum. Síðan fór ég á spítalann með honum (föstudagsnóttina). Hann hefir ekki verðið viðtalshæfur síðan þá.“

Gilmer var enn meðvitundarlaus þegar Barber tíaði upp í gær. Læknar sögðu að þeir væru að íhuga skurðaðgerð en yrðu að ná jafnvægi á bólgum og blæðingum í heila Gilmer.

Ég svaf í 3 tíma,“ sagði Barber. „Þetta var einn erfiðasti golfhringur sem ég hef spilað.“

Barber var að hugsa um að draga sig úr mótinu en ákvað síðan að spila og bróðir Barber, Shayne, tók að sér kaddýstörf.

Með hann (Gilmer- kaddýinn) algerlega meðvitundarlausan, þá var ekkert annað að gera í stöðunni. Mér fannst eins og þetta myndi fá mig til að dreifa huganum en það tókst ekki; ég varð bara 4 1/2 tíma í að slá eitthvað og hugsa um allt annað.“

Þarna hefði Blayne Barber betur heima setið en af stað farið.