Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 09:17

GA: Heiðar Davíð ráðinn yfirgolfkennari

Golfklúbbur Akureyrar hefur ráðið Heiðar Davíð Bragason sem yfirgolfkennara GA. Heiðar Davíð er 40 ára og hefur starfað síðustu ár sem íþróttakennari á Dalvík og golfkennari hjá Golfklúbbnum Hamri samhliða því. Heiðar mun áfram sinna golfkennslu á Dalvík samhliða starfi sínu hjá GA, en mun láta af störfum sem íþróttakennari í vor. Mikil gróska hefur verið í golfíþróttinni á Dalvík undanfarið og á þar Heiðar mikinn hlut í. Áður en Heiðar hóf að vinna við golfkennslu náði hann góðum árangri sem leikmaður og varð m.a. Íslandsmeistari í golfi árið 2005. Heiðar mun sinna afreksþjálfun fram að sumri í samstarfi við Stefaníu Kristínu aðstoðargolfkennara en mun svo hefja formleg störf 1. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Chris Paisley?

Chris Paisley sigraði í gær (14. janúar 2018) á BMW SA Open – Hann er ekki þekktasti kylfingurinn á Evrópumótaröðinni og því ekki undarlegt að spurt sé: Hver er kylfingurinn? Chris Paisley fæddist 28. mars 1986 í Stocksfield, Englandi og er því 31 árs. Hann er 1,72 á hæð og 73 kg. Chris ólst upp í golffjölskyldu en pabbi hans og tveir eldri bræður eru spila golf – miðbróðirinn er golfkennari. Paisley var í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann spilaði í 4 ár með skólaliði University of Tennessee og sigraði 2 mót. Hann spilaði í St Andrews Trophy liðinu, árið 2008, Palmer Cup liðinu árið 2009 og erins í the Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 08:00

PGA: Hvað var í sigurpoka Kizzire?

Eftirfarandi „verkfæri“ voru í poka Patton Kizzire þegar hann sigraði á Sony Open í gær: DRÆVER: Titleist 917D3 (10.5°), með Fujikura Atmos Black 6 X skafti. BRAUTARTRÉ: Titleist 917F2 (16.5 °), með Aldila Tour Blue 95 TX skafti. BLENDINGUR: Titleist 913H (19°), með UST Mamiya AXIV Core 100 Hybrid skafti. JÁRN: Titleist 718 T-MB (4), 718 CB (5-6), 718 MB (7-9), með True Temper Dynamic Gold X100 sköftum. FLEYGJÁRN: Titleist SM7 prototype (47, 52, 56, 60°), með True Temper Dynamic Gold X100 sköftum. PÚTTER: Scotty Cameron GoLo Tour prototype. BOLTI: Titleist Pro V1x.


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 06:55

PGA: Kizzire sigraði á Sony Open

Patton Kizzire sigraði á Sony Open eftir 6 holur í bráðabana við James Hahn. Báðir Kizzire og Hahn voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur; báðir á 17 undir pari, 263 höggum; Kizzire (67 64 64 68) og Hahn (67 69 65 62). Það varð því að koma til bráðabana og voru par-5 18. holan og par-3 17. holan spilaðar aftur og aftur og má sjá myndskeið frá bráðabananum með því að SMELLA HÉR: Svo fór að Kizzire hafði betur og er þetta 2. sigur Kizzire á 2017-2018 keppnistímabili PGA Tour. Tom Hoge, sem leiddi fyrir lokahringinn, varð að láta sér 3. sætið lynda aðeins höggi á eftir tvímenningunum. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 21:21

Af íslenskum kylfingum í Argentínu e. 2. dag Abierto Sudamericano Amateur

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í Abierto Sudamericano Amateur 2018, sem fram fer í Argentínu. Aron Snær Júlíusson, GKG, lék 2. hringinn í Argentínu á 80 höggum; samtals er hann búinn að spila á 8 yfir pari, 152 höggum (72 80). Sem stendur er hann T-52 eftir 2. dag en sú sætistala gæti enn breyst því ekki hafa allir lokið hringjum sínum. Sjá má stöðuna í karlaflokki í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Í kvennaflokki keppa þær Saga Traustadóttir, GR og Helga Kristín Einarsdóttir, GK. Þær verma neðsta sætið eftir 2. dag eru T-50. Saga er samtals búin að spila á 18 yfir pari, 162 höggum (81 81) og Helga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 21:00

Justin Thomas: „Ég sá líf mitt líða fyrir augum mér“

Leikmaður ársins á PGA Tour, Justin Thomas sagði „Ég sá líf mitt líða fyrir augum mér,“ eftir ranga flugskeytaviðvörun á Hawaii, sem varð til þess að Sony Open þátttakendurnir hlupu fyrir lífi sínu. Það ríkti skelfing og ofurhræðsla á Hawaii í gær eftir ranga tilkynningu um að flugskeytaárás væri yfirvofandi. Í Hawaii var tekið á móti neyðarsímskeyti þar sem sagði: „Flugskeyti á leið til Hawaii. Leitið þegar skjós. Þetta er ekki æfing“ Viðvörunin var svohljóðandi á ensku: „BALLISTIC MISSILE THREAT IMBOUND TO HAWAII. SEEK IMMEDIATE SHELTER. THIS IS NOT A DRILL.“ En þetta var röng viðvörun og það var staðfest 38 mínútum síðar. Leikmaður ársins á PGA Tour 2017, Justin Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Smári Þorsteinsson. Hann er fæddur 14. janúar 1996 og er því 22 ára í dag. Gunnar Smári er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebooksíðu Gunnars Smára hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Gunnar Smári Þorsteinsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: John Paul Cain, 14. janúar 1936 (82 ára); CL “Gibby” Gilbert Jr., 14. janúar 1941 (77 ára); Graham Vivian Marsh 14. janúar 1944 (74 ára); Tom Sieckmann, 14. janúar 1955 (63 ára); Hrönn Harðardóttir, GK, 14. janúar 1960 (58 ára); Elin Henriksen, 14. janúar 1971 (47 ára);  Félagsmiðstöðin Ásinn (37 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 15:00

Evróputúrinn: Paisley sigraði í S-Afríku

Enski kylfingurinn Chris Paisley vann sinn fyrsta sigur á ferlinum á Evróputúrnum í dag þegar hann bar sigurorð af öðrum keppendum á BMW SA Open. Sigurskor Paisley var 21 undir pari, 267 högg (66 65 70 66). Paisley átti 3 högg á þann sem næstur kom, en það var heimamaðurinn Branden Grace sem lék á samtals 18 undir pari (65 71 66 68). Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel, sem þótti sigurstranglegastur fyrir mótið varð T-15 á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna í Ekurhuleni, þar sem mótið fór fram á Glendower golfvellinum SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags BMW SA Open SMELLIÐ HÉR:  (Sett inn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Rob Oppenheim (47/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2018 | 11:45

Atvinnumannalið Martin Kaymer vann lið stjarnanna í Abu Dhabi 8-6

Lið Martin Kaymer skipað atvinnukylfingum hafði betur gegn liði stjarnanna sem knattspyrnumaðurinn Luis Figo stjórnaði 8-6. Mótið fór fram dagana 12.-13. janúar 2018 í  Yas Links Golf Club i Abu Dhabi og spilaður var fjórbolti í anda Ryder Cup. 7+ í forgjöf var ekki nóg til að stoppa hina sterku 14 atvinnumenn í golfi og tryggðu þeir sér sigur gegn stjörnunum annað árið í röð. Í liði Figo var margt þekktra manna: knattspyrnumennirnir Peter Schmeichel, Ruud Gullit, Dwight Yorke, Alessandro Del Piero og Trevor Stevens. Eins var krikkett goðsögnin Bian Lara, rugby leikmaðurinn Mike Phillips, Ólympufararnir  Sir Matthew Pinsent og Roland Schoeman sem og F1 aksturskappinn Heikki Kovalainen, og poppstjörnurnar Brian McFadden, Keith Lesa meira